Carvajal hetja Real í Ofurbikarnum | Sjáðu mörkin og bikarafhendinguna Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2016 21:18 Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Daniel Carvajal reyndist hetja Real Madrid í framlengdum leik gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en lokatölur urðu 3-2 sigur Real. Þetta er í þriðja skiptið sem Real vinnur bikarinn. Leikið var á Lerkendal leikvanginum í Þrándheimi, en það er heimavöllur Rosenborgar þar sem Íslendingarnir þrír; Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Real Madrid því Marco Asensio kom þeim yfir á 21. mínútu með gullfallegu marki, en hann þrumaði boltanum í netið í sínum fyrsta aðalliðsleik. Franco Vazquez sá hins vegar til þess að Real myndi ekki leiða þegar gengið væri til búningsherbergja því hann jafnaði metin á 41. mínútu með góðu skoti.Sjáðu einnig:Asensio byrjar ferilinn hjá Real á rosalegu marki | Sjáðu markið Staðan 1-1 í hálfleik og næsta mark lét bíða eftir sér, en það kom á 72. mínútu. Sevilla fékk vítaspyrnu eftir að Sergio Ramos gerðist brotlegur inann vítateigs. Yevheniy Konoplyanka steig á punktinn og skoraði. Ramos var staðráðinn í að bæta fyrir mistökin og hann gerði það, en í uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Lucas Vasquez í netið og tryggði Madrídingum framlengingu. Hetjan kom svo úr óvæntri átt, en Daniel Carvajal skoraði sigurmarkið á 119. mínútu þegar hann óð upp allan völlinn, sólaði varnarmann Sevilla og lagði hann í fjærhornið. Lokatölur 3-2. Madrídingar voru án góðra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo sem er meiddur og Gareth Bale sem fékk hvíld eftir Evrópumótið í Frakklandi. Deildin á Spáni hefst 19. ágúst, en Sevilla mætir Espanyol þann 20. ágúst og degi síðar fer Real í heimsókn til Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira