Smitaðist af mislingum í flugvél Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 12:19 Mislingar eru bráðsmitandi en óvenjulegt er að fólk smitist af veikinni í flugvél. grafík/garðar Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira