Smitaðist af mislingum í flugvél Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 12:19 Mislingar eru bráðsmitandi en óvenjulegt er að fólk smitist af veikinni í flugvél. grafík/garðar Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira