Sparkspekingur í Noregi segir Lars of leiðinlegan fyrir norska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Lars náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 2012-16. vísir/epa Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Norska blaðið Verdens Gang nefnir Lars Lagerbäck sem einn af mögulegum eftirmönnum Per-Mathias Högmo sem landsliðsþjálfari Noregs. Norskur sparkspekingur hefur þó lítinn áhuga á að fá Lagerbäck og segir hann of leiðinlegan.Greint var frá því í gær að Högmo væri hættur þjálfun norska landsliðsins eftir þriggja ára starf. Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, þykir líklegastur til að taka við norska liðinu sem hann lék sjálfur með á árunum 1994-2000. Óvíst er þó hvort Solbakken sé tilbúinn að yfirgefa FCK sem eru danskir meistarar og spila í Meistaradeild Evrópu. Auk Solbakkens nefnir VG fjóra aðra kosti í stöðu landsliðsþjálfara Noregs. Þetta eru þeir Lars Lagerbäck, Erik Hamrén, Ole Gunnar Solskjær og Kjetil Rekdal. Þá eru Nils Johan Semb, fyrrverandi landsliðsþjálfari, og Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, nefndir sem ólíklegir kandítatar.Egil „Drillo“ Olsen kom Noregi upp í 2. sæti heimslistans, þó ekki með neinum kampavínsfótbolta.vísir/gettyÍ umsögn VG um Lagerbäck segir að hann hafi farið með sænska landsliðið á fimm stórmót í röð sem enginn annar hafi afrekað. Hann hafi svo náð frábærum árangri með Ísland. Þá kemur einnig fram að Lagerbäck hafi orðið vinsælli með árunum og orðið mýkri eftir að hann tók við Íslandi. Kostirnir við Lagerbäck eru, samkvæmt VG, að hann er á lausu, leggur upp með vel skipulagðan varnarleik og býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa þjálfað Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. Gallarnir eru að Lagerbäck verður 69 ára á næsta ári og er ekki þekktur fyrir að mjög skemmtilegur. Sparkspekingurinn Joacim Jonsson segist í samtali við VG ekki hafa neina trú á því að Solbakken hætti hjá FCK til að taka við norska landsliðinu. Þá er hann hvorki spenntur fyrir Hamrén né Lagerbäck og segir leikstíl sænsku þjálfaranna leiðinlegan. „Hamrén er frekar leiðinlegur og sænska landsliðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Vissulega fóru þeir á EM en þangað komust flest lið. Noregur mun ekki spila neinn kampavínsfótbolta með hann við stjórnvölinn,“ segir Jonsson en Norðmenn voru eitt þeirra liða sem mistókst að komast á EM í Frakklandi. „Ísland var sjarmerandi en þú mátt ekki bara horfa í úrslitin. Þeir náðu ekki árangri með góðum fótbolta. Þetta verður ekki neinn glansbolti með þá í brúnni,“ bætir Jonsson við. Noregur er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina í undankeppni HM 2018. Þessi þrjú stig fengust fyrir sigur á smáliði San Marínó. Norðmenn hafa ekki komist á stórmót síðan þeir voru á meðal þátttökuliða á EM 2000.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira