Ekki fullreynt með sykurskatt Sæunn Gísladóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Gosdrykkir sem þessir innihalda mikinn sykur. vísir/heiða Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inngrip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsufræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykurskatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Framboð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluherferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverfisinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurAð mati Tryggva mætti koma á sykurskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berkeley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórnmálamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígaretturnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira