Króatía og Tyrkland gerðu 1-1 jafntefli í riðli Íslands í undankeppni HM sem fer fram í Rússlandi 2018.
Leikið var fyrir luktum dyrum vegna rasisma stuðningsmanna Króatía í vináttulandsleik gegn Ísrael fyrr á þessu ári.
Ivan Rakitic kom Króatíu yfir af vítapunktinum á 44. mínútu, en Adam var ekki lengi í paradís.
Í uppbótartíma í fyrri hálfleik jafnaði svo hinn sparkvissi Hakan Calhanoglu metin og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 1-1 jafntefli, en fjögur lið eru því með 1 stig í riðlinum. Kósóvó er með 0 og Finnland 3 stig.
Króatía mætir Kósóvó í næstu umferð, þann 6. september, en sama dag mætir Tyrkland Úkraínu og Ísland mætir Finnlandi á Laugardalsvelli.
Jafnt fyrir luktum dyrum í Króatíu

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

