Mikill fjöldi öryrkja á biðlista eftir húsnæði Snærós Sindradóttir skrifar 7. september 2016 06:45 Öryrkjabandalagið hefur verið duglegt að mótmæla bágum kjörum öryrkja síðastliðin ár. 377 eru á biðlista eftir húsnæði hjá hússjóði ÖBÍ. vísir/stefán Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira