Mikill fjöldi öryrkja á biðlista eftir húsnæði Snærós Sindradóttir skrifar 7. september 2016 06:45 Öryrkjabandalagið hefur verið duglegt að mótmæla bágum kjörum öryrkja síðastliðin ár. 377 eru á biðlista eftir húsnæði hjá hússjóði ÖBÍ. vísir/stefán Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira