Fótbolti

Ungverjar hentu logandi blysum í átt að íslensku strákunum | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logandi blys í kringum strákana okkar.
Logandi blys í kringum strákana okkar. Vísir/EPA
Ungversku stuðningsmennirnir voru til vandræða á leik Íslands og Ungverjalands á EM í fótbolta í Frakklandi í dag en það gekk mikið á á pöllunum á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille.

Íslenska liðið komst í 1-0 á 40. mínútu og var yfir í næstum því 50 mínútur eða þar til að Ungverjar jöfnuðu í lokin með sjálfsmarki Birkis Más Sævarssonar.

Ungversku bullurnar voru fyrir aftan íslenska markið í seinni hálfleiknum og þeir tóku upp á því að henda logandi blysum í átt að íslensku varnarmönnunum og markverðinum Hannesi Þór Halldórssyni eftir jöfnunarmarkið.

Íslensku strákarnir urðu ekki fyrir blysunum en rússneski dómarinn gerði smá hlé á leiknum á meðan öryggisverðir náði tökum á aðstæðunum.

Það er hægt að sjá það á myndum hér fyrir neðan þegar logandi blys eru komin inn á vítateiginn við íslenska markið.

Ungverjar hljót að fá sekt fyrir framkomu sinna stuðningsmanna en íslenska stuðningsfólkið hagaði sér frábærlega eins og fyrr í þessari keppni.

Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA
Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×