Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:06 Birkir setur boltann í eigið mark. vísir/epa Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira