Sérfræðingur Svía gagnrýninn á varnarleik varamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 23:09 Á myndinni má sjá leikmenn Ungverja upplýsta sem Eiður Smári og Emil gæta í aðdraganda þess að Ungverjar spila sig inn á teig Íslendinga. Skjáskot af vef SVT Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19
Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35
Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07
Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti