Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:20 Aron Einar í baráttunni í leiknum í dag. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var akkúrat öfugt við Portúgalsleikinn. Þar unnum við 1-1 en töpuðum í dag 1-1, en mér fannst Ungverjarnir eiga stigið skilið," sagði fyrirliðinn í leikslok. „Þeir voru betri en við í dag og við áttuðum okkur alveg á því. Það var dálítið svekkjandi að vera búnir að verjast svona lengi og fá á okkur svona kæruleysismark í rauninni, en það er bara áfram gakk." Aron Einar segir að menn megi ekki hengja haus og nú þurfi að einbeita sér að leiknum mikilvæga gegn Austurríki á miðvikudag í París. „Við eigum mikilvægan leik á miðvikudag og nú fer tíminn í það að borða nægilega andskoti mikið af kolvetnum og hlaða batteríin. Þetta er enn í okkar höndum, en við þurfum að vinna þann leik." „Við þurftum að koma okkur niður á jörðina eftir Portúgalsleikinn og nú þurfum við að rífa okkur í gang eftir þennan leik. Við erum með það mikla reynslu í hópnum að ég held að það verði ekki mikið mál." „Það er bara hvernig líkaminn dílar við þetta. Ég held að við séum bara í ágætis standi, en við þurfum að gera betur sóknarlega séð gegn Austurríki. Við getum ekki varist í 90 mínútur." Aron Einar fiskaði vítið sem Ísland skoraði úr, en var þetta víti? „Ég fann allavega snertingu á hnéð. Mér fannst það, en hvað segi þið? Ég sá þetta ekki í endursýningunni, en ég fékk að minnsta kosti högg á hnéð." Fyrirliðinn fór af velli um miðjan síðari hálfleikinn, en hann segir að hann verði klár á miðvikudagin þegar flautað verður til leiks í París gegn Austurríki. „Ég var ekki að æfa nægilega mikinn fótbolta fyrir mót, en það reynir svo á öðruvísi vöðva þegar maður kemur svo inn í 100% leik. Þá stífnar maður upp og það er eins og gengur og gerist." „Þetta er allt að koma til, en mér fannst ég vera orðinn farþegi í lokin og var farinn að blása dálítið mikið. Ég held að það hafi þurft að fá ferskleika inn á miðjuna, en ég verð klár á miðvikudaginn," sagði Aron.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50 Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30
Alfreð kominn í bann Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn. 18. júní 2016 18:50
Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið. 18. júní 2016 18:01
Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48