Guðni Th. brýndi fyrir þingmönnum að endurheimta traust á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 14:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands setti í dag 146. löggjafaþing Vísir/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“ Alþingi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, brýndi fyrir þingmönnum að endurreisa traust almennings á Alþingi í þingsetningarávarpi sínu. 146. löggjafaþing Íslendinga var sett í dag. Þing er nú sett við óvenjulegar aðstæður en rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Engin ríkisstjórn hefur verið mynduð og í ávarpi sínu minntist Guðni Th. á hvernig fyrri forsetar hefðu glímt við sambærilegar aðstæður. „Í dag er þess minnst að rétt öld er liðin frá fæðingu Kristjáns Eldjárns en árin 1968 til 1980 má segja að þá hafi verið nær samfelld stjórnarkreppa,“ sagði Guðni Th. og bætti því við að Kristján hefði haft það að leiðarljósi að ekki mætti útiloka neinn flokk frá stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði Guðni að ætla mætti að almenningi hafi þótt það til vansa hve illa þinginu gekk að mynda ríkisstjórnir á þeim árum. Athyglisvert væri þó að Alþingi hefði áfram notið traust almennings. Ekki væri þó hægt að segja það sama í dag. „Fleira hrundi en bankar,“ sagði Guðni Th. „Fólki fannst þingið hafa brugðist,“ og vísaði Guðni Th. til þess að frá hruninu haustið 2008 hefur traust almennings á Alþingi minnkað mikið og mælst á bilinu tíu til tuttugu prósent.„Endurheimt trausts er senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal, deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp.“
Alþingi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira