Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2016 19:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í dag vísir/gva Rekstur ríkisins verður rekinn hallalaus samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var í dag. Barna- og vaxtabætur koma til með að lækka en bensín og áfengi kemur til með að hækka. Landspítalinn fær aðeins fjóra milljarða af þeim tólf sem spítalinn óskaði eftir til þess að halda úti eðlilegri spítalaþjónustu. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Sama dag og þingið er sett. Það er áríðandi að fjárlagafrumvarpið sé afreitt fyrir áramót svo að ríkið geti staðið undir skuldbindingum sínum. Útgjöld ríkisins á næsta ári verða 743,4 milljarðar á næsta ári á móti tekjum upp á 772 milljarða. Þannig er því gert ráð fyrir tæplega 30 milljarða tekjuafgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjármálaráðherra sagði frumvarpið byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum síðastliðin þrjú ár. „Við stöndum á góðum stað. Við erum að sjá skuldið lækka. Tekjustofnar ríkisins standa mjög sterkir. Við erum að sjá allar helstu lykil tölur þróast í rétta átt og við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað. Það er að segja hagvöxtur í áratug,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í dag. Bensín, tóbak og áfengi kemur til með að hækka á næsta ári og barna- og vaxtabætur koma til með að lækka. Fjárframlög ríkisins til þjóðkirkjunnar kemur til með að hækka um rúmlega 113 milljónir og framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða verður einnig hækkað en hækkunin þar nemur um hálfum milljarði. Í forgangsröðun við gerð þessa frumvarps var reynt að skapa svigrúm til þess að við auka við útgjöld í innviðina og rekstu þeirra stofnanna sem hafa þurft að fara í gegnum erfiða tíma á undanförnum árum. „Mesta breytingin er í almannatryggingum. Þar kemur verulega mikil innspýting en á heilbrigðissviðinu heilt yfir og í menntamálum er sömuleiðis aukning til rekstrar,“ sagði Bjarni. Í frumvarpinu er lögð áhersla á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Landspítalinn hefur sagt að þörf spítalans séu 12 milljarðar til viðbótarreksturs. Lögreglan hefur sagt að það þurfi sextán milljarða þurfi til þess að halda úti eðlilegri löggæslu en heildar framlög ríkisins til löggæslu næsta árið eru 13,7 milljarðar. „Löggæslumálin fá aukið fjármagn. Við vitum að það er mjög mikið álag á lögreglunni í landinu,“ sagði Bjarni. Í samgönguáætlun sem samþykkt var á nýloknu þingi var gert ráð fyrir að rúmum 43 milljörðum yrði varið til framkvæmda í samgöngumálum. Miðað við nýtt fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir tæpum 28 milljörðum verði varið til samgöngumála er ljóst að ekki verður ekki hægt að standa við samgönguáætlunina. „Sú samgönguáætlun sem afgreidd var á haustdögum rétt fyrir kosningar, hún var nú kannski full bólgin af kosningaloforðum og það var ekki innistæða fyrir því og menn afgreiddu það án þess að sýna fram á það hvernig átti að fjármagna það og kannski verður það eitt af helstu verkefnum þessa þings að spyrja sig; Er svigrúm fyrir eitthvað af þessu? Hvernig ætlum við að fjármagna það?,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þrátt fyrir jákvæðar horfur í opinberum fjármálum sé vaxtabyrði ríkissjóðs enn mjög mikil og töluvert miklar skuldir en að niðurskurðarhnífnum verði ekki beitt á næsta ári. „En við erum með aðhaldskröfu á tilteknum sviðum. Við hlífum svona viðkvæmustu sviðunum. Aðal krafan er bara forgangsröðun en síðan komum við með aukið fjármagn í alla málaflokka. Þannig að það er ekki hægt að tala um að þetta sé niðurskurðar frumvarp,“ sagði Bjarni. Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. 6. desember 2016 16:31 Útvarpsgjald hækkar Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. 6. desember 2016 18:13 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Barnabætur hækka Framlög vegna fæðingarorlofs hækka einnig 6. desember 2016 16:41 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. 6. desember 2016 16:59 Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands. 6. desember 2016 16:22 Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Rekstur ríkisins verður rekinn hallalaus samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var í dag. Barna- og vaxtabætur koma til með að lækka en bensín og áfengi kemur til með að hækka. Landspítalinn fær aðeins fjóra milljarða af þeim tólf sem spítalinn óskaði eftir til þess að halda úti eðlilegri spítalaþjónustu. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Sama dag og þingið er sett. Það er áríðandi að fjárlagafrumvarpið sé afreitt fyrir áramót svo að ríkið geti staðið undir skuldbindingum sínum. Útgjöld ríkisins á næsta ári verða 743,4 milljarðar á næsta ári á móti tekjum upp á 772 milljarða. Þannig er því gert ráð fyrir tæplega 30 milljarða tekjuafgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjármálaráðherra sagði frumvarpið byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum síðastliðin þrjú ár. „Við stöndum á góðum stað. Við erum að sjá skuldið lækka. Tekjustofnar ríkisins standa mjög sterkir. Við erum að sjá allar helstu lykil tölur þróast í rétta átt og við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað. Það er að segja hagvöxtur í áratug,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í dag. Bensín, tóbak og áfengi kemur til með að hækka á næsta ári og barna- og vaxtabætur koma til með að lækka. Fjárframlög ríkisins til þjóðkirkjunnar kemur til með að hækka um rúmlega 113 milljónir og framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða verður einnig hækkað en hækkunin þar nemur um hálfum milljarði. Í forgangsröðun við gerð þessa frumvarps var reynt að skapa svigrúm til þess að við auka við útgjöld í innviðina og rekstu þeirra stofnanna sem hafa þurft að fara í gegnum erfiða tíma á undanförnum árum. „Mesta breytingin er í almannatryggingum. Þar kemur verulega mikil innspýting en á heilbrigðissviðinu heilt yfir og í menntamálum er sömuleiðis aukning til rekstrar,“ sagði Bjarni. Í frumvarpinu er lögð áhersla á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Landspítalinn hefur sagt að þörf spítalans séu 12 milljarðar til viðbótarreksturs. Lögreglan hefur sagt að það þurfi sextán milljarða þurfi til þess að halda úti eðlilegri löggæslu en heildar framlög ríkisins til löggæslu næsta árið eru 13,7 milljarðar. „Löggæslumálin fá aukið fjármagn. Við vitum að það er mjög mikið álag á lögreglunni í landinu,“ sagði Bjarni. Í samgönguáætlun sem samþykkt var á nýloknu þingi var gert ráð fyrir að rúmum 43 milljörðum yrði varið til framkvæmda í samgöngumálum. Miðað við nýtt fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir tæpum 28 milljörðum verði varið til samgöngumála er ljóst að ekki verður ekki hægt að standa við samgönguáætlunina. „Sú samgönguáætlun sem afgreidd var á haustdögum rétt fyrir kosningar, hún var nú kannski full bólgin af kosningaloforðum og það var ekki innistæða fyrir því og menn afgreiddu það án þess að sýna fram á það hvernig átti að fjármagna það og kannski verður það eitt af helstu verkefnum þessa þings að spyrja sig; Er svigrúm fyrir eitthvað af þessu? Hvernig ætlum við að fjármagna það?,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þrátt fyrir jákvæðar horfur í opinberum fjármálum sé vaxtabyrði ríkissjóðs enn mjög mikil og töluvert miklar skuldir en að niðurskurðarhnífnum verði ekki beitt á næsta ári. „En við erum með aðhaldskröfu á tilteknum sviðum. Við hlífum svona viðkvæmustu sviðunum. Aðal krafan er bara forgangsröðun en síðan komum við með aukið fjármagn í alla málaflokka. Þannig að það er ekki hægt að tala um að þetta sé niðurskurðar frumvarp,“ sagði Bjarni.
Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. 6. desember 2016 16:31 Útvarpsgjald hækkar Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. 6. desember 2016 18:13 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Barnabætur hækka Framlög vegna fæðingarorlofs hækka einnig 6. desember 2016 16:41 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. 6. desember 2016 16:59 Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands. 6. desember 2016 16:22 Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00
Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. 6. desember 2016 16:31
Útvarpsgjald hækkar Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. 6. desember 2016 18:13
500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50
Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15
Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. 6. desember 2016 16:59
Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands. 6. desember 2016 16:22
Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. 6. desember 2016 16:00