Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2016 16:59 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í dag. vísir/gva Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins. Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Ekki verður þó annað ráðið af frumvarpinu en að hækkunin sé að mestu fólgin í verðlags-og launabótum. Miðað við orð Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld er þetta verulega langt frá þeim tólf milljörðum sem spítalinn telur sig þurfa til að geta sinnt nauðsynlegri þjónustu. Í fréttinni var miðað við það að spítalinn fengi tvo milljarða til viðbótar á fjárlögum næsta árs auk verðlags-og launabóta. María sagði á sunnudagskvöld að það gengi ekki upp að spítalinn fengi minni fjármuni en hann í raun þurfi. „Svona gat, upp á allt að 12 milljarða, eftir því hvernig talið er, það þýðir auðvitað bara skerðingu á þjónustu. Það er því miður ekki hægt að skilja það öðru vísi,” sagði María. Þá sagði hún að spítalinn myndi leita til heilbrigðisráðherra varðandi það hvernig ætti að skera niður þjónustu á spítalanum. „Það er sem sagt ekki Landspítalinn sem að ákveður að skerða þjónustu, það eru heilbrigðisyfirvöld á hverjum tíma sem að ákveða hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir landsmenn,” sagði María á sunnudagskvöld. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er þó í heildina gert ráð fyrir því að rekstrarframlög til heilbrigðismála aukist um samtals 7,3 milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar til styrkingar á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilsugæslu og um 1,5 milljarður vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila að því er fram kemur í fréttatilkynningu vegna frumvarpsins.
Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50
Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15