Innlent

Barnabætur hækka

Birgir Olgeirsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa
Framlög vegna fæðingarorlofs hækka.
Framlög vegna fæðingarorlofs hækka. Vísir/Anton
Uppfært 20:40: 

Í upprunalegri frétt Vísis var sagt að barnabætur lækki samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. Einnig stóð það í fyrirsögn. Fyrirsögninni hefur því verið breytt. 

Í frumvarpinu er lögð til 3% hækkun á viðmiðunarfjárhæðum barnabóta og 12,5% hækkun á tekjuviðmiðunarmörkum sem koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árinu 2017.

Útgjöld vegna barnabóta munu verða þau sömu og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun sem samþykkt var síðastliðinn ágúst, eða 10,7 milljarðar króna. 

Heildarbótafjárhæðin lækkar þó um 109 milljónir króna. Hún fer úr 10,852 milljörðum í 10,743 milljarða. 

„Sú smávægilega lækkun sem verður á heildarbótafjárhæðinni er vegna aðhaldskrafna á kerfin í þá veru að dregið verði úr skattundandrætti sem veldur því að fjölskyldur fá hærri bætur en þeir sem telja fram sínar tekjur,“ segir í skriflegu svari frá Fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn fréttastofu.

Þá hækka framlög til fæðingarorlofs úr 9,636 milljörðum í 10,357 milljarða króna, en hækkunin nemur því um 721 milljón króna í þann málaflokk.

Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð hækka úr 1,8 milljörðum í 2,033 milljarða.

Framlög vegna vaxtabóta munu lækka lítillega úr 6,2 milljörðum í 6,138, eða um 62 milljónir króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×