Nýtti reynslulausnina til að taka þátt í vopnuðu ráni í Hafnarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 17:34 Þýfið var að verðmæti tæplega 2 milljóna króna. vísir/getty Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði í dag að maður, sem hafði aðkomu að vopnuðu ráni í skartgripaverslun í Hafnarfirði í október á síðasta ári, skuli afplána 240 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014. Maðurinn hafði hlotið reynslulausn í september fyrra til tveggja ára. Fram kemur í dómi héraðsdóms að sterkur grunur leiki á að hann hafi haft aðkomu að ráni sem framið var í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni við Lækjargötu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. október 2015.Sjá einnig: Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðuræninginn í haldi lögreglu Maðurinn á að hafa tekið við þýfinu sem samverkamanns hans, vopnaðir exi, rændu úr versluninni en annarra ræningja á að hafa skuldað manninum pening á þeim tíma. Ránsfengurinn var alls að andvirði um 1.950.200 króna. Við húsleit hjá manninum fundust kannabisefni, amfetamín og lásbogi sem maðurinn sagði að hann hafi tekið upp í skuld frá öðrum aðila.Greiddi fyrir þýfið með fé og fíkniefnum Maðurinn játaði við skýrslutöku að hafa sótt ræningjana eftir ránið en neitaði þó að hafa tekið við þýfinu, sem og að hafa átt nokkra aðkomu að skipulagningu ránsins. Þessu andmæltu samverkamenn hans og sögðu hann hafa greitt fyrir það með með fíkniefnum og peningum. Því til stuðnings var hringur sem fannst á dvalarstað mannsins sem átti uppruna sinn að rekja til skartgripaverslunarinnar í Hafnarfirði.Sjá einnig: Skartgriparán í Hafnarfirði: Annar maður handtekinn með afbrotaferil og fíkniefnatengda söguAf símagögnum var þá einnig ljóst að maðurinn hafði verið í mjög „miklum samskiptum“ við annan ræningjanna, bæði fyrir ránið og strax eftir það. „Fallast má á það með lögreglu að gögn málsins eins og þau liggja nú fyrir séu þess eðlis að sterkur grunur þyki fram kominn um að kærði hafi, eftir að honum var veitt reynslulausn, gerst sekur um háttsemi sem varðað getur allt að 16 ára fangelsi,” segir í dómi Héraðsdóms og manninum því gert að afplána eftirstöðvar fyrrnefndar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í mars árið 2014.
Tengdar fréttir Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30 Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18 Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Aðeins lítill hluti þýfisins fundinn Þrír eru grunaðir um ránið og situr einn þeirra í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. 11. nóvember 2015 14:15
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Meintur skipuleggjandi í varðhaldi fram á nýtt ár Maðurinn var handtekinn í Keflavík að kvöldi dagsins sem ránið átti sér stað eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu. 30. desember 2015 23:30
Skartgriparánið í Hafnarfirði: Maðurinn sem liggur undir grun fyrir skipulagninu ránsins í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni fyrir þátt sinn í skartgriparáninu í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október. 10. nóvember 2015 17:18
Grunaður skartgriparæningi í gæsluvarðhaldi Lögreglan gerði ekki kröfu um að hinn maðurinn sem handtekinn var vegna málsins yrði úrskurðaður í varðhald. 24. október 2015 13:29
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðdild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. 3. nóvember 2015 11:30