„Hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 17:15 Formaður Félags skólastjórnenda gagnrýnir umfjöllun um mataráskriftir grunnskólabarna. vísir/vilhelm Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“ Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15