„Hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 17:15 Formaður Félags skólastjórnenda gagnrýnir umfjöllun um mataráskriftir grunnskólabarna. vísir/vilhelm Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“ Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15