„Hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 17:15 Formaður Félags skólastjórnenda gagnrýnir umfjöllun um mataráskriftir grunnskólabarna. vísir/vilhelm Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“ Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Skoði hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að málefni skólasamfélagsins eigi heima á borði skólayfirvalda, ekki í fjölmiðlum. Neikvæðar fréttir um einstaka skóla séu einungis til þess fallnar að skapa frekari vandamál. „Mér finnst að ef fólk hefur áhyggjur af ferlum innan skólans þá eigi að koma þeim áleiðis til skólastjórnenda. Ef fólki finnst það ekki fá hlustun þá er hægt að koma því til skóla- og frístundasviðs sem rekur grunnskólana í borginni. Ég hef áhyggjur af því að svona umfjöllun skaði skólasamfélagið og vekur mjög neikvæða umræðu gagnvart viðkomandi skóla og skólastarfi,“ segir hún. Guðlaug vísar þannig til frétta dagsins um mataráskriftir grunnskólabarna í borginni. Greint var frá því í dag að ellefu ára stúlka í Fellaskóla hefði ekki fengið að taka þátt í pítsuveislu í skólanum í tilefni öskudags annars vegar og hins vegar að börn í Árbæjarskóla sem ekki eru með svonefnda mataráskrift fái ekki að sitja inni í mötuneyti á matmálstíma. „Mér finnst ekki eiga að reka svona mál í gegnum fjölmiðla og skapa titring og vantraust gagnvart viðkomandi skólum. Þetta er alvarlegt mál. Það eru einstaklingar sem þarna eiga í hlut og ég held að það sé verið að skapa meiri vandamál en verið að leysa. Þetta skapar neikvæða umræðu gagnvart skólanum og getur skapað leiðindi út í nemendahópinn. Nemendum finnst heldur ekki gaman þegar verið er að fjalla á neikvæðan hátt um skólann sinn,“ útskýrir Guðlaug. „Þarna er verið að blása upp mál sem oft skaða skólasamfélögin og skilur eftir sár í skólaumhverfinu því oft eru þessi mál tekin úr samhengi og aðeins fjallað um afmarkað sjónarhorn.“
Tengdar fréttir „Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40 Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08 Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Skoði hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
„Grunnþjónusta við börn á að vera gjaldfrjáls“ Borgarfulltrúar gagnrýna ákvörðun Fellaskóla um að neita barni um pítsu í skólanum. 11. febrúar 2016 11:40
Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ Borgarstjóri hefur óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar um að ellefu ára stúlku hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla. 11. febrúar 2016 10:08
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01
Börn ekki í mataráskrift þurfa að borða annars staðar Dæmi að börn sitji ein í matmálstímum. 11. febrúar 2016 14:15