Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 23:21 Quandeel var með frægari konum í Pakistan. Vísir/Getty Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Qandeel Baloch sem hefur verið kölluð hin pakistanska Kim Kardashian var myrt á föstudag af bróður sínum. Systkinin höfðu rifist fyrr um kvöldið en lík hennar fannst ekki fyrr en í morgun. Bróðurinn segir að um heiðursmorð hafi verið að ræða en hann kyrkti systur sína. Myndir af líki Qandeel birtust á netinu í dag. Morðið á Qandeel þykir til marks um þær gjörólíku skoðanir fólks í Pakistan á kvenfrelsi í landinu. Frjálslynd hegðun hennar þykir til marks um hugarfarsbreytingu á meðal ungs fólks í landinu en á sama tíma hefur hún farið mjög fyrir brjóstið á trúaðri fólki þar.Qandeel þótti afar ögrandi í heimalandi sínu í færslum sínum á Instagram.Vísir/InstagramVar margt til listanna lagtQandeel var landsþekkt í Pakistan en hún gerði út á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Facebook þar sem hún birti oft myndir af sér sem þóttu ögrandi. Til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Qandeel starfaði sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Nýverið hafði hún verið að reyna feta sig áfram sem söng- og leikkona. Fjölskylda hennar hafði ítrekað beðið hana um að hætta fyrirsætustörfum þar sem hegðun hennar þótti niðrandi fyrir fjölskylduna. Qandeel þótti mjög ögrandi í færslum sínum og komst oft í fjölmiðla fyrir hegðun sína. Í einni færslu sinni á Instagram deildi hún mynd af sér og klerki sem þótti afar hneykslandi þar sem hún bar höfuðfat hans á höfði sér. Hún var gagnrýnd mikið fyrir vikið í fjölmiðlum og fékk fjölda dauðahótana í kjölfarið. Hún hafði óttast um öryggi sitt vegna þessa og flúði í vikunni til fjölskyldu sinnar í Punjab. Á sínum tíma lofaði hún að dansa strippdans fyrir aðdáendur sína ef Pakistan ynni heimsmeistaramótið í krikket. Vinsældir hennar í Pakistan eru slíkar að fræg rokkhljómsveitin þar í landi, Bumbu Sauce, samdi vinsælt lag henni til heiðurs.Daily News fjallaði um morðið í eftirfarandi myndbandi.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira