Hryðjuverk ekki talin orsök flugslyssins yfir Svartahafi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Maður leggur blóm að húsnæði Alexandrov-hópsins í Moskvu. Sextíu meðlimir hópsins eru taldir af eftir slysið. Nordicphotos/AFP Hrap rússneskrar herflugvélar í Svartahaf á jóladag er ekki talið stafa af hryðjuverkaárás. Þetta sagði Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa, í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Við erum að líta annars vegar til bilunar eða mistaka flugmanns,“ sagði Sokolov enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað forsætisráðherranum Dmitrí Medvedev að hafa umsjón með rannsóknarnefnd sem á að skera úr um hvað olli flugslysinu. Á hljóðupptöku úr stýriklefa vélarinnar sem spiluð var í rússneskum fjölmiðlum í gær mátti ekki greina nein merki um örðugleika flugmanna. Raddir þeirra voru rólegar þar til flugvélin hvarf af ratsjám og þeir reyndu í örvæntingu að ná sambandi við flugturn flugvallarins í Sochi-borg við strönd Svartahafs. Alls voru 92 um borð í vélinni og eru allir taldir af. Um þrjú þúsund manns, þar af rúmlega hundrað kafarar, auk skipa, flugvéla og þyrla leituðu í Svartahafi í gær og höfðu 11 lík og 154 líkamspartar fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tíu líkanna og 86 líkamspörtum hefur verið skilað til Moskvu svo hægt verði að bera kennsl á þau.Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa.Nordicphotos/AFPFlugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlistarmenn og blaðamenn um borð í henni. Þeirra á meðal voru rúmlega sextíu meðlimir Alexandrov-hópsins, opinbers skemmtihóps rússneska hersins sem átti að skemmta hermönnum í Sýrlandi en þangað stefndi vélin. Flugvélin hafði upphaflega lagt af stað frá Moskvu en stoppað í Sochi til þess að fylla á eldsneytistank vélarinnar. Rússneski herinn hafði gert flugvélina út frá árinu 1983 en umfangsmiklar viðgerðir voru gerðar á henni í desember árið 2014. Þá greindi hershöfðinginn Igor Konashenkov frá því í gær að flugmenn vélarinnar hefðu verið einkar reynslumiklir. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna slyssins og flykktust íbúar Moskvu, sem og annarra borga, út á götur til þess að leggja blóm að hinum ýmsu minnismerkjum er tengjast rússneska hernum. Hvorki flugritar vélarinnar né skrokkur hennar var fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en BBC greindi frá því að skrokkurinn væri líklegast á 27 metra dýpi tæplega tvo kílómetra frá ströndinni. Þá greindi varnarmálaráðuneytið frá því að tveir hlutar úr stýribúnaði vélarinnar hafi fundist og verið dregnir á land. Rússar hafa stutt her sýrlensku ríkisstjórnarinnar með loftárásum í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Hrap rússneskrar herflugvélar í Svartahaf á jóladag er ekki talið stafa af hryðjuverkaárás. Þetta sagði Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa, í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Við erum að líta annars vegar til bilunar eða mistaka flugmanns,“ sagði Sokolov enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað forsætisráðherranum Dmitrí Medvedev að hafa umsjón með rannsóknarnefnd sem á að skera úr um hvað olli flugslysinu. Á hljóðupptöku úr stýriklefa vélarinnar sem spiluð var í rússneskum fjölmiðlum í gær mátti ekki greina nein merki um örðugleika flugmanna. Raddir þeirra voru rólegar þar til flugvélin hvarf af ratsjám og þeir reyndu í örvæntingu að ná sambandi við flugturn flugvallarins í Sochi-borg við strönd Svartahafs. Alls voru 92 um borð í vélinni og eru allir taldir af. Um þrjú þúsund manns, þar af rúmlega hundrað kafarar, auk skipa, flugvéla og þyrla leituðu í Svartahafi í gær og höfðu 11 lík og 154 líkamspartar fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tíu líkanna og 86 líkamspörtum hefur verið skilað til Moskvu svo hægt verði að bera kennsl á þau.Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa.Nordicphotos/AFPFlugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlistarmenn og blaðamenn um borð í henni. Þeirra á meðal voru rúmlega sextíu meðlimir Alexandrov-hópsins, opinbers skemmtihóps rússneska hersins sem átti að skemmta hermönnum í Sýrlandi en þangað stefndi vélin. Flugvélin hafði upphaflega lagt af stað frá Moskvu en stoppað í Sochi til þess að fylla á eldsneytistank vélarinnar. Rússneski herinn hafði gert flugvélina út frá árinu 1983 en umfangsmiklar viðgerðir voru gerðar á henni í desember árið 2014. Þá greindi hershöfðinginn Igor Konashenkov frá því í gær að flugmenn vélarinnar hefðu verið einkar reynslumiklir. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna slyssins og flykktust íbúar Moskvu, sem og annarra borga, út á götur til þess að leggja blóm að hinum ýmsu minnismerkjum er tengjast rússneska hernum. Hvorki flugritar vélarinnar né skrokkur hennar var fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en BBC greindi frá því að skrokkurinn væri líklegast á 27 metra dýpi tæplega tvo kílómetra frá ströndinni. Þá greindi varnarmálaráðuneytið frá því að tveir hlutar úr stýribúnaði vélarinnar hafi fundist og verið dregnir á land. Rússar hafa stutt her sýrlensku ríkisstjórnarinnar með loftárásum í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent