Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 19:23 Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Anna Sigurlaug og Gunnar Bragi á flokksþingi Framsóknar í fyrra áður en vík varð milli vina í forystu flokksins. vísir/ernir „Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26