Aftökur draga dilk á eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 11:46 Mótmælandi í Jemen með mynd af al-Nimr. Vísir/AFP Stjórnvöld í Írak, rétt eins og fjöldi trúarleiðtoga í Austurlöndum nær, hafa fordæmt aftöku Sádí-Araba á trúarleiðtoganum Sheikh Nimr al-Nimr og segja að hún muni hafa alvarlega afleiðingar fyrir konungsfjölskyldu landsins. Alls voru 47 teknir af lífi dag fyrir hryðjuverk og fyrir að hvetja til ofbeldis í Sádí-Arabíu. Fyrrnefndur Nimr al-Nimr var sakfelldur fyrir að vera helsti hvatamaðurinn að mótmælum gegn ráðamönnum í austurhluta landsins árið 2011. Þetta eru fjölmennustu aftökurnar vegna slíkra saka í landinu frá árinu 1980 þegar 63 voru teknir af lífi fyrir gíslatöku í Mekku. Aftökurnar eru sagðar, á vef Financial Times, fyrst og fremst hugsaðar til að sýna herskáum súnní-múslimum og stjórnarandstæðingum af síta-trú að hið íhaldssama ríki líði enga óhlýðni við íslamska valdahafa landsins. Klerkar í Íran, Jemen og Líbanon hafa fordæmt aftökurnar og segja að þær muni leiða til víðtækrar reiði enda hafi al-Nimr verið í hávegum hafður í mörgum samfélögum múslima. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí-Arabíu og mikill talsmaður lýðræðis. Hann hafi þá einnig verið tregur við að hvetja til ofbeldis. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakaði stjórnvöld í Riyadh um hræsni: „Stjórnvöld í Sádí-Arabíu styðja við bakið á hryðjuverkamönnum og takfiri [múslimar sem saka aðra múslima um vantrú] meðan þau taka af lífi og berja niður gagnrýnendur heima fyrir,“ sagði Hossen Jaber Ansari í samtali við íranska ríkismiðilinn í dag. Þá beittu lögreglumenn í Barein táragasi á mótmælendur sem mótmæltu dauða al-Nimr. Ayatollah Ahmad Khatami, háttsettur trúarleiðtogi í Íran, sagði af þessu tilefni að allar líkur væru á að aftakan myndi verða konungsfjölskyldunni í Sádí-Arabíu að falli. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Stjórnvöld í Írak, rétt eins og fjöldi trúarleiðtoga í Austurlöndum nær, hafa fordæmt aftöku Sádí-Araba á trúarleiðtoganum Sheikh Nimr al-Nimr og segja að hún muni hafa alvarlega afleiðingar fyrir konungsfjölskyldu landsins. Alls voru 47 teknir af lífi dag fyrir hryðjuverk og fyrir að hvetja til ofbeldis í Sádí-Arabíu. Fyrrnefndur Nimr al-Nimr var sakfelldur fyrir að vera helsti hvatamaðurinn að mótmælum gegn ráðamönnum í austurhluta landsins árið 2011. Þetta eru fjölmennustu aftökurnar vegna slíkra saka í landinu frá árinu 1980 þegar 63 voru teknir af lífi fyrir gíslatöku í Mekku. Aftökurnar eru sagðar, á vef Financial Times, fyrst og fremst hugsaðar til að sýna herskáum súnní-múslimum og stjórnarandstæðingum af síta-trú að hið íhaldssama ríki líði enga óhlýðni við íslamska valdahafa landsins. Klerkar í Íran, Jemen og Líbanon hafa fordæmt aftökurnar og segja að þær muni leiða til víðtækrar reiði enda hafi al-Nimr verið í hávegum hafður í mörgum samfélögum múslima. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí-Arabíu og mikill talsmaður lýðræðis. Hann hafi þá einnig verið tregur við að hvetja til ofbeldis. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakaði stjórnvöld í Riyadh um hræsni: „Stjórnvöld í Sádí-Arabíu styðja við bakið á hryðjuverkamönnum og takfiri [múslimar sem saka aðra múslima um vantrú] meðan þau taka af lífi og berja niður gagnrýnendur heima fyrir,“ sagði Hossen Jaber Ansari í samtali við íranska ríkismiðilinn í dag. Þá beittu lögreglumenn í Barein táragasi á mótmælendur sem mótmæltu dauða al-Nimr. Ayatollah Ahmad Khatami, háttsettur trúarleiðtogi í Íran, sagði af þessu tilefni að allar líkur væru á að aftakan myndi verða konungsfjölskyldunni í Sádí-Arabíu að falli.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira