Aftökur draga dilk á eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 11:46 Mótmælandi í Jemen með mynd af al-Nimr. Vísir/AFP Stjórnvöld í Írak, rétt eins og fjöldi trúarleiðtoga í Austurlöndum nær, hafa fordæmt aftöku Sádí-Araba á trúarleiðtoganum Sheikh Nimr al-Nimr og segja að hún muni hafa alvarlega afleiðingar fyrir konungsfjölskyldu landsins. Alls voru 47 teknir af lífi dag fyrir hryðjuverk og fyrir að hvetja til ofbeldis í Sádí-Arabíu. Fyrrnefndur Nimr al-Nimr var sakfelldur fyrir að vera helsti hvatamaðurinn að mótmælum gegn ráðamönnum í austurhluta landsins árið 2011. Þetta eru fjölmennustu aftökurnar vegna slíkra saka í landinu frá árinu 1980 þegar 63 voru teknir af lífi fyrir gíslatöku í Mekku. Aftökurnar eru sagðar, á vef Financial Times, fyrst og fremst hugsaðar til að sýna herskáum súnní-múslimum og stjórnarandstæðingum af síta-trú að hið íhaldssama ríki líði enga óhlýðni við íslamska valdahafa landsins. Klerkar í Íran, Jemen og Líbanon hafa fordæmt aftökurnar og segja að þær muni leiða til víðtækrar reiði enda hafi al-Nimr verið í hávegum hafður í mörgum samfélögum múslima. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí-Arabíu og mikill talsmaður lýðræðis. Hann hafi þá einnig verið tregur við að hvetja til ofbeldis. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakaði stjórnvöld í Riyadh um hræsni: „Stjórnvöld í Sádí-Arabíu styðja við bakið á hryðjuverkamönnum og takfiri [múslimar sem saka aðra múslima um vantrú] meðan þau taka af lífi og berja niður gagnrýnendur heima fyrir,“ sagði Hossen Jaber Ansari í samtali við íranska ríkismiðilinn í dag. Þá beittu lögreglumenn í Barein táragasi á mótmælendur sem mótmæltu dauða al-Nimr. Ayatollah Ahmad Khatami, háttsettur trúarleiðtogi í Íran, sagði af þessu tilefni að allar líkur væru á að aftakan myndi verða konungsfjölskyldunni í Sádí-Arabíu að falli. Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Sjá meira
Stjórnvöld í Írak, rétt eins og fjöldi trúarleiðtoga í Austurlöndum nær, hafa fordæmt aftöku Sádí-Araba á trúarleiðtoganum Sheikh Nimr al-Nimr og segja að hún muni hafa alvarlega afleiðingar fyrir konungsfjölskyldu landsins. Alls voru 47 teknir af lífi dag fyrir hryðjuverk og fyrir að hvetja til ofbeldis í Sádí-Arabíu. Fyrrnefndur Nimr al-Nimr var sakfelldur fyrir að vera helsti hvatamaðurinn að mótmælum gegn ráðamönnum í austurhluta landsins árið 2011. Þetta eru fjölmennustu aftökurnar vegna slíkra saka í landinu frá árinu 1980 þegar 63 voru teknir af lífi fyrir gíslatöku í Mekku. Aftökurnar eru sagðar, á vef Financial Times, fyrst og fremst hugsaðar til að sýna herskáum súnní-múslimum og stjórnarandstæðingum af síta-trú að hið íhaldssama ríki líði enga óhlýðni við íslamska valdahafa landsins. Klerkar í Íran, Jemen og Líbanon hafa fordæmt aftökurnar og segja að þær muni leiða til víðtækrar reiði enda hafi al-Nimr verið í hávegum hafður í mörgum samfélögum múslima. Hann hafi verið einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í Sádí-Arabíu og mikill talsmaður lýðræðis. Hann hafi þá einnig verið tregur við að hvetja til ofbeldis. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sakaði stjórnvöld í Riyadh um hræsni: „Stjórnvöld í Sádí-Arabíu styðja við bakið á hryðjuverkamönnum og takfiri [múslimar sem saka aðra múslima um vantrú] meðan þau taka af lífi og berja niður gagnrýnendur heima fyrir,“ sagði Hossen Jaber Ansari í samtali við íranska ríkismiðilinn í dag. Þá beittu lögreglumenn í Barein táragasi á mótmælendur sem mótmæltu dauða al-Nimr. Ayatollah Ahmad Khatami, háttsettur trúarleiðtogi í Íran, sagði af þessu tilefni að allar líkur væru á að aftakan myndi verða konungsfjölskyldunni í Sádí-Arabíu að falli.
Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Sjá meira