Umfjöllun og myndir: Ísland - Tyrkland 2-0 | Strákarnir hver öðrum betri í sannfærandi sigri Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 9. október 2016 20:30 Íslensku strákarnir fagna marki Theodórs Elmars. vísir/ernir Karlalandslið Íslands vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Frammistaða Íslands í kvöld var frábær og sigurinn fyllilega sanngjarn. Íslenska liðið kom mikið grimmara til leiks undan vindinum og baráttan var til fyrirmyndar með fyrirliðann Gylfa Sigurðsson úti um allan völl, drífandi sína menn áfram. Tyrkir virtust ekki kunna við íslenska haustveðrið því þeir komust varla í sókn og voru undir í flestum návígjum. Fyrsta alvöru færið kom á 12.mínútu þegar Alfreð Finnbogason var allt í einu einn á auðum sjó við vítateiginn. Alfreð var hins vegar allt of lengi að athafna sig, reyndi að leika á varnarmann Tyrkja og færið rann út í sandinn.vísir/vilhelmKærkomið sjálfsmark Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á hægri kantinum í fyrri hálfleik og hann sýndi hvað eftir annað frábær tilþrif. Sá eini af Tyrkjunum sem sýndi eitthvað sóknarlega var Emre Mor, „Litli Messi“, en augljóst er að hann býr yfir miklum hæfileikum. Hann komst hins vegar lítið áleiðis gegn íslensku vörninni. Á 42. mínútu kom fyrsta markið. Gylfi og Jóhann Berg spiluðu frábærlega saman á hægri kantinum og Jóhann kom boltanum til Theódórs Elmars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Theódór Elmar átti skot sem fór í varnarmann Tyrkja, breytti um stefnu og endaði í netinu. Sjálfsmark og Ísland komið yfir. Tveimur mínútum síðar dró svo aftur til tíðinda. Miðvörðurinn Kári Árnason átti skalla úr vörninni yfir alla leikmenn Tyrkja og skyndilega var Alfreð kominn einn í gegn. Í þetta sinn var hann ekkert að hika og kláraði færið frábærlega, tók boltann á lofti og Babacan í marki Tyrklands átti ekki möguleika.Gríðarleg vinnusemi um allan völl Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Íslendingar voru mikið grimmari og maður sá langar leiðir hversu mikið íslensku leikmennina langaði að vinna tyrkneska liðið Tyrkir voru búnir að gera allar þrjár skiptingar sínar eftir 67 mínútur en það breytti engu. Vinnusemin í íslenska liðinu var frábær og tyrknesku leikmennirnir fengu engan frið til að skapa sér færi þegar þeir voru með boltann. Síðustu mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar og 2-0 sigur Íslands staðreynd sem þar með eru komnir með 7 stig í riðlinum og eru jafnir Króötum að stigum í tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar þó með betri markatölu. Úkraínumenn hafa fimm stig eftir sigur á Kósóvó í dag en Tyrkir eru með 2 stig í fjórða sætinu.vísir/andri marinóTheodór Elmar fagnar fyrsta markinu.vísir/andri marinóvísir/anton brinkÞað var mikil stemmning á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/andri marinó HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Karlalandslið Íslands vann frábæran sigur á Tyrkjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvellinum í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Frammistaða Íslands í kvöld var frábær og sigurinn fyllilega sanngjarn. Íslenska liðið kom mikið grimmara til leiks undan vindinum og baráttan var til fyrirmyndar með fyrirliðann Gylfa Sigurðsson úti um allan völl, drífandi sína menn áfram. Tyrkir virtust ekki kunna við íslenska haustveðrið því þeir komust varla í sókn og voru undir í flestum návígjum. Fyrsta alvöru færið kom á 12.mínútu þegar Alfreð Finnbogason var allt í einu einn á auðum sjó við vítateiginn. Alfreð var hins vegar allt of lengi að athafna sig, reyndi að leika á varnarmann Tyrkja og færið rann út í sandinn.vísir/vilhelmKærkomið sjálfsmark Jóhann Berg Guðmundsson var frábær á hægri kantinum í fyrri hálfleik og hann sýndi hvað eftir annað frábær tilþrif. Sá eini af Tyrkjunum sem sýndi eitthvað sóknarlega var Emre Mor, „Litli Messi“, en augljóst er að hann býr yfir miklum hæfileikum. Hann komst hins vegar lítið áleiðis gegn íslensku vörninni. Á 42. mínútu kom fyrsta markið. Gylfi og Jóhann Berg spiluðu frábærlega saman á hægri kantinum og Jóhann kom boltanum til Theódórs Elmars Bjarnasonar fyrir utan teiginn. Theódór Elmar átti skot sem fór í varnarmann Tyrkja, breytti um stefnu og endaði í netinu. Sjálfsmark og Ísland komið yfir. Tveimur mínútum síðar dró svo aftur til tíðinda. Miðvörðurinn Kári Árnason átti skalla úr vörninni yfir alla leikmenn Tyrkja og skyndilega var Alfreð kominn einn í gegn. Í þetta sinn var hann ekkert að hika og kláraði færið frábærlega, tók boltann á lofti og Babacan í marki Tyrklands átti ekki möguleika.Gríðarleg vinnusemi um allan völl Seinni hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Íslendingar voru mikið grimmari og maður sá langar leiðir hversu mikið íslensku leikmennina langaði að vinna tyrkneska liðið Tyrkir voru búnir að gera allar þrjár skiptingar sínar eftir 67 mínútur en það breytti engu. Vinnusemin í íslenska liðinu var frábær og tyrknesku leikmennirnir fengu engan frið til að skapa sér færi þegar þeir voru með boltann. Síðustu mínútur leiksins voru fremur tíðindalitlar og 2-0 sigur Íslands staðreynd sem þar með eru komnir með 7 stig í riðlinum og eru jafnir Króötum að stigum í tveimur efstu sætum riðilsins. Króatar þó með betri markatölu. Úkraínumenn hafa fimm stig eftir sigur á Kósóvó í dag en Tyrkir eru með 2 stig í fjórða sætinu.vísir/andri marinóTheodór Elmar fagnar fyrsta markinu.vísir/andri marinóvísir/anton brinkÞað var mikil stemmning á Laugardalsvellinum í kvöld.vísir/andri marinó
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira