Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2016 19:45 Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Tveggja daga byggðaráðstefnu, um hvernig eigi að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni, lauk á Breiðdalsvík í gær. Þar sjá menn loks birta til eftir langvarandi lægð og telja mikilvægt að styðja við frumkvæði heimamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ef Breiðdalur og Breiðdalsvík hefðu fylgt mannfjöldaþróun á landinu undanfarna áratugi ættu nú að búa þar yfir 600 manns. Þess í stað eru íbúarnir innan við 200. Hrunið varð þegar togarinn fór og kvótinn með. Afleiðingin birtist meðal annars í fækkun skólabarna. „Nemendur hér voru orðnir 12 í skólanum og leikskólinn með 4-5 börn. En nú er bara að birta heldur betur til,“ segir Sif Hauksdóttir, skólastjóri og verkefnisstjóri Breiðdalshrepps. Hún nefnir að fyrirtækið Ísfiskur hafi árið 2014 hafið fiskvinnslu, sem skapi 8-10 störf. Þá blómstri ferðaþjónustan með fjölgun starfa.Frá Breiðdalsvík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, lýsir ánægju með samstarf við Byggðastofnun um verkefnið Brothættar byggðir en á ráðstefnunni var meginspurningin hvernig ætti að fá unga fólkið til að setjast að. „Þetta byggist mikið upp á því að þeir sem eru héðan geti komið aftur. Það eru þeir sem eru héðan sem vilja koma aftur,“ segir oddvitinn. Lykilatriði sé að skapa fjölbreytt störf á sem flestum sviðum. „Að heimafólk komi að og sé stutt til þess að eiga frumkvæði. Það hefur bara gengið prýðilega,“ segir Hákon.Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skólastjórinn sér núna fram á enn meiri fjölgun í skólanum. „Unga fólkið er að skila sér aftur. Í dag eru 16 nemendur í grunnskólanum og 7 nemendur í leikskólanum. En við eigum von á fjölgun á þessu ári um 8 börn. Þannig að við erum bara verulega glöð og horfum til framtíðar,“ segir Sif Hauksdóttir.Nemendum í grunnskólanum á Breiðdalsvík fjölgar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57 Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda Sex byggðalög taka þátt í verkefninu. 14. maí 2014 11:57
Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Þessi hegðun þykir óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt uppi á fjöllum og fjarri mannabyggðum á þessum árstíma. 15. september 2016 21:15