Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2016 21:15 Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37
Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53
Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03