Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2016 21:15 Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37
Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53
Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03