Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:15 Leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. Grafík/Garðar Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“ Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“
Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35