Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: Allar svona ábendingar teknar mjög alvarlega Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:15 Leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. Grafík/Garðar Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“ Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segist vona að ekki komi til frekari hagræðinga í skólamálum á næsta ári. Hann segist skilja þá stöðu sem leikskólastjórar eru í og segir borgaryfirvöld meðvituð um að bæta þurfi hag leikskóla. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti yfir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Stóra málið er auðvitað þetta að borgin er í fyrsta lagi búin að vera að setja mikinn pening í að hækka launin inni á skólunum, leikskólum og frístundinni. Það liggja nokkrir milljarðar í því í kjarasamningum og síðan höfum við þá af þeim sökum haft minna fjármagn til að setja í annan rekstrarkostnað. Til að mæta því var auðvitað farið í þessar hagræðingaraðgerðir,“ segir Skúli í samtali við Vísi.Sársaukafullar ákvarðanir verið nauðsynlegar Skúli segir að nauðsynlegt hafi verið að taka ýmsar sársaukafullar ákvarðanir um sparnað. „Við höfum samt reynt, og ég tel að okkur hafi tekist það, að láta það koma mest niður á stjórnendahliðinni, miðlægu starfseminni. Sparað í húsnæðiskostnaði, tekið til í innkaupunum og svo framvegis. Þannig að það sé minnst tekið af starfseminni sjálfri. En auðvitað hef ég skilning á því að núna erum við nýlega komin út úr hruni þar sem var mikill niðurskurður og fólk er eðlilega orðið langeygt eftir því að það sé gefið í. Að það séu settir inn auknir peningar í hluti sem voru skornir niður á sínum tíma.“ Skúli segir jafnframt að fréttir gærdagsins. um að almennur rekstur borgarinnar skili 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins, sýni að borgin sé á réttri leið. „En við tökum mjög alvarlega allar svona ábendingar og Anna Margrét er auðvitað mikill reynslubolti, mikill fagmaður, og ég hef fullan skilning á því að staða hennar og annara í hennar stöðu er auðvitað mjög vandasöm, við þessar aðstæður. Og við erum mjög meðvituð um það að við þurfum að bæta í þarna um leið og hagur vænkast,“ segir Skúli. Skúli segist vona að ekki komi til frekari, eða sambærilegri hagræðingar á næsta ári. „Það kemur í ljós þegar við vinnum fjárhagsáætlun fyrir 2017. Hún er í vinnslu núna og verður þá birt í október. Þannig að það styttist í það að menn sjái til lands í því.“
Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Borgarstjóri segir áfram halla á fjárhagslegum samskiptum borgarinnar við ríkið og mikilvægt sé að fá bætt þar úr. 25. ágúst 2016 14:35