Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Atli ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 14:35 Við Reykjavíkurtjörn. Vísir/GVA Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira