Reykjavíkurborg skilaði 490 milljóna afgangi Atli ísleifsson skrifar 25. ágúst 2016 14:35 Við Reykjavíkurtjörn. Vísir/GVA Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Almennur rekstur Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er af skatttekjum skilaði 490 milljóna króna afgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagræðingarvinna og hærri skatttekjur skiluðu borginni þessum afgangi, að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Í heildina var áformað að ná fram 604 mkr hagræðingu borgarsjóðs á fyrri hluta ársins en aðgerðir skiluðu um 611 mkr hagræðingu.“ Í tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið jákvæð um 490 milljónir króna en áætlun gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 300 milljónir króna á tímabilinu. „Niðurstaðan er því 790 mkr. betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist að stærstum hluta af hærri skatttekjum, sem voru 554 mkr hærri en áætlun gerði ráð fyrir og hagræðingarvinnu á fagsviðum borgarinnar sem skiluðu 611 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 844 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 281 mkr eða 563 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“Halli á fjárhagslegum samskiptum borgar við ríkiðDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem lagt var í skili sér. „Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum.“ segir Dagur. „Jafnframt er halli á fjárhagslegum samskiptum okkar við ríkið því miður áfram staðreynd og mikilvægt að fá bætt þar úr.“Helstu breytingarÍ tilkynningunni segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, hafi verið jákvæð um 10.561 milljónir króna en áætlanir gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 5.300 milljónir. „Rekstrarniðurstaðan er því 5.261 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir þessu má rekja annars vegar til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og hins vegar lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna hagstæðrar gengisþróunar og lægri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 9.504 mkr sem er 622 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok tímabils 530.751 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 298.599 mkr og eigið fé var 232.152 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.897mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 43,7% en var 42,9% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða, Eignasjóð og Bílastæðasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira