Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 12:45 Anna Margrét fór yfir stöðu mála á Facebook síðu sinni í gær. Vísir/Vilhelm „Ég er búin að vera leikskólastjóri í fimmtán ár núna fyrsta september, og það hefur aldrei verið svona eins og síðasta vetur og það sem af er þessu ári,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Anna Margrét er leikskólastjóri Nóaborgar og segir fjárhagstöðu leikskóla í Reykjavík afar slæma. Hún birti á Facebook síðu sinni pistil þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Fyrir rúmar 30.000 krónur á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir í færslunni. „Það hefur aldrei verið góðæri í leikskólanum og alltaf hefur þurft að forgangsraða og horfa í hverja einustu krónu. Bara það að endurnýja dýnur fyrir börnin getur sett fjármálin í uppnám, undarlegt hljóð í þvottavélinni getur kallað fram kvíðakast og maður fær samviskubit við það að senda starfsfólkið í Góða hirðinn til að kaupa leikefni.“ „Undantekningarlítið hef ég hlakkað til að fara í vinnuna á hverjum einasta degi og talið mig vera heppna að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. Síðasti vetur og það sem af er þessu ári er erfiðasta tímabil sem ég hef átt í mínu starfi og ég skrifa það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir í færslu Önnu Margrétar.Anna Margrét ÓlafsdóttirÞörf á róttækum aðgerðum „Ég get ekki boðið mér, starfsfólki mínu né börnunum í leikskólanum mínum upp á annan svona álagsvetur, við eigum öll svo miklu betra skilið. Ég studdi þennan meirihluta til valda og hafði mikla trú á honum en það traust fer þverrandi með hverjum deginum sem líður.“ „Það er deginum ljósara að þetta ástand gengur ekki upp og verður borgin að horfast í augu við það að þjónustan við börnin mun skerðast og starfsfólk mun hverfa til annarra starfa. Veikindi starfsmanna hafa aukist á þessu ári og má eflaust rekja það a.m.k. að hluta til til aukins álags. Skóli án aðgreiningar er stefnan og er ég hlynnt henni en hún kostar pening og harkalegur niðurskurður í sérkennslu bitnar illa á þeim sem síst mega við því.“ „Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálunum og það strax, áður en það verður of seint.“Aldrei verið góðæri í leikskólum Í samtali við Vísi sagðist Anna Margrét hafa tekið saman gögn um niðurskurð og sent til borgaryfirvalda. „Árið 2008 var gert ráð fyrir 2.900 krónum á ári fyrir kennslugögn fyrir hvert barn. Nú er það um 1.800 krónur á barn og hefur sú upphæði haldist óbreytt í krónum að minnsta kosti frá árinu 2011. Þetta á að duga til að kaupa öll leikefni, leikföng, bækur, skriffæri, liti, málningu, lím og annað. Þetta er semsagt 1800 krónur á ári á hvert barn. Þetta er allt svona. Endurnýjun og viðhald búnaðar var árið 2015 51 prósent af því sem það var 2008. Það er ennþá verið að skera niður.“ „Kreppan var jólin miðað við þetta, það er bara þannig. Það gekk alveg í kreppunni, samt hefur aldrei verið góðæri í leikskólunum og alltaf þurft að spá í hverri einustu krónu sem hefur farið út. Aldrei neitt bruðl, aldrei neitt svigrúm til að gera neitt svoleiðis,“ segir Anna Margrét. Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar við gerð fréttarinnar. Facebook færslu Önnu Margrétar má lesa í heild hér fyrir neðan. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
„Ég er búin að vera leikskólastjóri í fimmtán ár núna fyrsta september, og það hefur aldrei verið svona eins og síðasta vetur og það sem af er þessu ári,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Anna Margrét er leikskólastjóri Nóaborgar og segir fjárhagstöðu leikskóla í Reykjavík afar slæma. Hún birti á Facebook síðu sinni pistil þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Fyrir rúmar 30.000 krónur á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir í færslunni. „Það hefur aldrei verið góðæri í leikskólanum og alltaf hefur þurft að forgangsraða og horfa í hverja einustu krónu. Bara það að endurnýja dýnur fyrir börnin getur sett fjármálin í uppnám, undarlegt hljóð í þvottavélinni getur kallað fram kvíðakast og maður fær samviskubit við það að senda starfsfólkið í Góða hirðinn til að kaupa leikefni.“ „Undantekningarlítið hef ég hlakkað til að fara í vinnuna á hverjum einasta degi og talið mig vera heppna að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. Síðasti vetur og það sem af er þessu ári er erfiðasta tímabil sem ég hef átt í mínu starfi og ég skrifa það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir í færslu Önnu Margrétar.Anna Margrét ÓlafsdóttirÞörf á róttækum aðgerðum „Ég get ekki boðið mér, starfsfólki mínu né börnunum í leikskólanum mínum upp á annan svona álagsvetur, við eigum öll svo miklu betra skilið. Ég studdi þennan meirihluta til valda og hafði mikla trú á honum en það traust fer þverrandi með hverjum deginum sem líður.“ „Það er deginum ljósara að þetta ástand gengur ekki upp og verður borgin að horfast í augu við það að þjónustan við börnin mun skerðast og starfsfólk mun hverfa til annarra starfa. Veikindi starfsmanna hafa aukist á þessu ári og má eflaust rekja það a.m.k. að hluta til til aukins álags. Skóli án aðgreiningar er stefnan og er ég hlynnt henni en hún kostar pening og harkalegur niðurskurður í sérkennslu bitnar illa á þeim sem síst mega við því.“ „Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálunum og það strax, áður en það verður of seint.“Aldrei verið góðæri í leikskólum Í samtali við Vísi sagðist Anna Margrét hafa tekið saman gögn um niðurskurð og sent til borgaryfirvalda. „Árið 2008 var gert ráð fyrir 2.900 krónum á ári fyrir kennslugögn fyrir hvert barn. Nú er það um 1.800 krónur á barn og hefur sú upphæði haldist óbreytt í krónum að minnsta kosti frá árinu 2011. Þetta á að duga til að kaupa öll leikefni, leikföng, bækur, skriffæri, liti, málningu, lím og annað. Þetta er semsagt 1800 krónur á ári á hvert barn. Þetta er allt svona. Endurnýjun og viðhald búnaðar var árið 2015 51 prósent af því sem það var 2008. Það er ennþá verið að skera niður.“ „Kreppan var jólin miðað við þetta, það er bara þannig. Það gekk alveg í kreppunni, samt hefur aldrei verið góðæri í leikskólunum og alltaf þurft að spá í hverri einustu krónu sem hefur farið út. Aldrei neitt bruðl, aldrei neitt svigrúm til að gera neitt svoleiðis,“ segir Anna Margrét. Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar við gerð fréttarinnar. Facebook færslu Önnu Margrétar má lesa í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira