„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2016 13:00 Halla Tómasdóttir mælist með 1,7% fylgi í nýjustu könnun MMR. visir/stefán „Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira