„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2016 13:00 Halla Tómasdóttir mælist með 1,7% fylgi í nýjustu könnun MMR. visir/stefán „Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
„Mín afstaða er frekar einföld. Það er ekkert að marka þetta ennþá,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi. Tilefnið er ný könnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem birt var í morgun. Þar mælist Halla með 1,7% fylgi en var með 8,8% fylgi í könnun MMR þann 27. apríl. Síðan þá er óhætt að segja að miklar sviptingar hafi orðið. Halla bendir á síðustu 24 tímana þar sem stórtíðindi hafi orðið með innkomu Davíðs Oddsonar og útgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ég anda rólega,“ segir Halla sem telur tölurnar endurspegla tvennt. Annars vegar að fólk hafi örugglega verið að því að sameinast um valkosti gegn sitjandi forseta og svo hins vegar að fullt af fólki hafi enn ekki ákveðið sig. Hún segist sjálf hafa fengið tiltölulega fá tækifæri til að kynna sig á vettvangi fjölmiðla en það muni væntanlega breytast eftir 21. maí þegar frambjóðendur eiga að hafa staðfest framboð með undirskriftum. Halla tekur undir með blaðamanni að stemningin í þjóðfélaginu fyrir kosningunum virðist mikil, mun meiri en hún var fyrir aðeins nokkrum vikum. „Línurnar hafa skerpst mjög en líka verið síbreytilegar. Áhugi fólks er klárlega meiri,“ segir Halla sem var nýkomin af fundi á Akranesi og á leið á annan þegar blaðamaður náði í hana. „Ég hef verið að fara allan hringinn, heimsækja vinnustaði og skóla, hitta fólk. Ég finn fyrir því að það er mikill munur fyrir mig að koma inn tiltölulega óþekkt og þegar ég labba út hvar sem er, þar sem ég finn fyrir miklum meðbyr og áhuga fólks að kynna sér frambjóðendur.“ Breytingar hafi verið hraðar. Fyrst fimmtán óskýrir valkostir, yfir í framboð Ólafs Ragnars, yfir í framboð Guðna sem mótstöðu við Ólaf Ragnar, svo bauð Davíð sig fram og nú sé Ólafur hættur við. „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn. Sú næsta gæti verið áhugaverðari,“ segir Halla og þess heldur eftir að framboðsfrestur er liðinn „og allir hafa fengið jöfn tækifæri til kynningar.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira