Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2016 00:06 Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. vísir/epa Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld en um helgina hafa fjórir fjölmiðlar vestan hafs birt greinar þar sem farið er yfir ósannyndi Trump. Undanfarið hefur Clinton haft forskot á Trump í skoðanakönnunum en talið er að kappræðurnar gætu ráðið úrslitum um hver taki við lyklunum að Hvíta Húsinu. The New York Times reið á vaðið á laugardag með grein sinni A Week of Whoppers. Politico, The Washington Post og The Los Angeles Times birtu svipaðar greinar innan sólarhrings. Ritstjórar miðlanna segja að um tilviljun sé að ræða. Politico greindi öll ummæli Trump og Clinton yfir fimm daga tímabil og sögðu niðurstöðuna vera augljósa. Þeir töldu Trump fara svo frjálslega með staðreyndir að samanburður við Clinton væri nánast hlægilegur. Samkvæmt Politico sagði Trump að meðaltali ósatt með þriggja mínútna og fimmtán sekúndna millibili. Clinton sagði ósatt með tólf mínútna millibili. Alls töldu miðlarnir 87 rangfærslur, ýkjur eða ósannyndi frá Trump og átta frá Clinton. The New York Times taldi 31 „haugalygar“ og sagðist hafa sleppt tugum ummæla. Allir miðlarnir fjórir töldu mun á þeim rangfærslum sem Clinton fer með í samanburði við Trump. The Washington Post sagði að þó að Clinton hafi átt sinn skerf af athugaverðum ummælum virðist Trump einfaldlega ekki taka mark á staðreyndum. Þá sögðu þeir að Trump reiði sig ítrekað á vafasamar heimildir og órökstuddar fullyrðingar. Framboðsteymi Clinton tók fréttum af ósannindum Trump fagnandi, en þó er ekkert sem bendir til þess að starfsfólk hennar hafi komið við gerð fréttanna. Marty Baron, aðalritstjóri The Washington Post, sagði tímasetningu fréttanna vera tilviljun og að blaðið samstilli sig ekki við aðra miðla.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00