Harmar að þrýstiöfl hafi áhrif á stefnu Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 14:17 Erna Ýr Öldudóttir fráfarandi formaður framkvæmdaráðs Pírata. Mynd/Heiða Halls Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Erna Ýr Öldudóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata, segir að samþykkt stefna Pírata varðandi nýja stjórnarskrá passi illa almennum stefnumálum Píratahreyfingarinnar og rími betur við áherslur Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar. Segir hún það áhyggjuefni að þrýstihópar séu í aðstöðu til þess að misnota það ferli sem Píratar noti til þess að móta stefnu sína. Þetta kemur fram í grein hennar, Pírötum rænt, sem birtist á Vísi í dag. Erna Ýr vísar til tillögu sem samþykkt var í kosningakerfi Pírata þar sem ályktað var að kæmist flokkurinn til valda myndi hann beita sér fyrir því að Alþingi samþykkti, strax á næsta þingi, nýja stjórnarskrá út frá tillögum stjórnlagaráðs sem lagðar voru fram árið 2011. „Tillagan var lögð óvænt fram og var bæði vanreifuð og illa kynnt og málið í heild var hið undarlegasta. Hún passar illa við almenn stefnumál Píratahreyfingarinnar en athyglivert er að hún passar þeim mun betur við markmið Dögunar og Lýðræðisvaktarinnar, smáflokka sem náðu ekki inn á þing í kosningunum 2013,“ segir í grein Ernu ÝrarSjá einnig: Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sérSegir Erna Ýr að aðalfundur Pírata hafi verið „vélaður“ til þess að samþykkja ályktunina og að varhugavert sé að þrýstihópar séu komnir í þá aðstoðu að misnota það ferli sem Píratar noti til að móta stefnu sína. „Það er mikið áhyggjuefni að þrýstihópar eru komnir í þá aðstöðu að misnota beint lýðræði og þá lýðræðislegu ferla sem Píratar eru enn með í þróun innan flokksins. Fullnusta þeirra er sérstaklega aðkallandi í ljósi fylgisaukningar og þeirrar auknu ábyrgðar sem henni fylgir,“ segir Erna Ýr.Útilokar að styðja samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinuErna segir að þetta ferli hafi truflað sig og segir hún útilokað að hún geti stutt samþykkta stefnu Pírata í stjórnarskrármálinu. Í lok síðasta mánaðar hætti Erna Ýr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og nefndi hún málefnanleg ágreining sem eina af ástæðunum fyrir því. Í grein sinni segir Erna Ýr að hún hafi átt þann kost einan að segja sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins. „Viðleitni mín til þess að opna umræðuna og ljá þeim flokksmönnum rödd sem hafa efasemdir hefur kostað mig ósanngjarnar ávirðingar og gríðarleg leiðindi bæði opinberlega og innan flokks. Ég hef takmarkað svigrúm til að eiga stöðugt við ærulausan áróður. Ég sinni fullri vinnu, til viðbótar við það hella upp á kaffi og skúra félagsheimili Pírata eins og komist var niðrandi að orði um þau annars ágætu störf, í þeim tilgangi að takmarka tjáningarfrelsi mitt og gera lítið úr lýðræðislegu umboði mínu innan flokksins. Þetta er út úr öllu korti og í andstöðu við allt það sem Píratar standa fyrir,“ segir Erna Ýr.Lesa má grein Ernu Ýrar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00 Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03 Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sjálfstæðismenn og Píratar eru jafnir Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu flokkarnir. Vinstri græn með fjórtán prósenta fylgi. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn jafnstórir. Prófessor í stjórnmálafræði segir greinilegt að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vins 6. maí 2016 07:00
Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Erna Ýr Öldudóttir er hætt. 29. apríl 2016 13:03
Erjur hafa engin áhrif á fylgi Píratar mælast enn stærsti flokkur landsins. Rúmur þriðjungur styður stjórnina. 2. mars 2016 19:14