Þingheimur fylgist náið með þróun Schengen Una Sighvatsdóttir skrifar 29. janúar 2016 18:27 Staða Schengen samstarfsins í ljósi flóttamannavanda Evrópu var til umræðu á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Formaður utanríkismálanefndar segir að öllum aðilum Schengen sé fullljóst að samstarfið sé í miklum vanda. „Ég held að allir séu sammála um það að ástandð er þungt, ástandið er erfitt og sumir myndu segja að það geti brugðið til beggja hvað varðar áframhaldandi samstarf. Við erum að sjá ríki, sjáum það síðast með Danmörku í síðustu viku, þar sem ríki grípa til ákveðinna aðgerða sjálf til að bregðast við.“Erfitt fyrir lítið ríki að standa eitt Hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komið til álita að gera hlé til allt að tveggja ára á þeirri hlið Schengen samstarfsins sem snýr að opnum landamærum. Hanna Birna leggur þó áherslu á að fleiri hagsmunir felist í Schengen. „Það hefur allavega verið mín skoðun að kostirnir séu mun fleiri en gallarnir. Og ég held að það sé meirihluta afstaða, bæði hjá stjórnvöldum og líka hér á þinginu. Við vorum líka að fara yfir það hér í morgun hvað myndi gerast ef við myndum ganga út úr þessu. Ég held að við gleymum því stundum að það myndi skapa mjög erfitt ástand fyrir lítið ríki, sem hefði þá engan aðgang að alþjóðlegum upplýsingum og gagnabönkum. Þannig að málið yrði miklu snúnara."Óttarr Proppé er formaður þverpólitískrar þingnefndar um endurskoðun á útlendingalögunum, sem skilaði frumvarpsdrögum í haust.Nýju útlendingalögin á leið á þingið Óttarr Proppé tekur undir að samstaða sé meðal þingmanna almennt um mikilvægi þess að bjarga Schengen. „Já ég skynja það nú og ég held það sé mjög mikilvægt fyrir okkur, við erum náttúrulega bæði lítið ríki og á mörkum þessa Schengen samstarfs. Þetta samstarf skiptir okkur mjög miklu máli og það er mjög mikilvægt fyrir okkur í raun og veru að það sé að virka.“ Frumvarp til nýrra útlendingalaga, sem Óttarr stýrði vinnu að, er væntanlegt fyrir þingið á næstu vikum og má búast við því að það verðir rætt með hliðsjón af hraðri þróun mála í Evrópu. „Við höfum verið að skoða þessi útlendingamál heildstætt hjá okkur. Þannig að við erum auðvitað líka á Íslandi að reyna að uppfæra okkur, skulum við segja, og þá þurfum við að fylgjast vel með því hvað aðrir eru að gera, þannig að við séum ekki á skjön við það." Tengdar fréttir ESB hyggst gera gagngerar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni Tillaga um að fella frá ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar verður lögð fram í mars og er búist við miklum mótbárum frá fjölda aðildarríkja. 20. janúar 2016 10:05 Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Grikkir segja hugmyndir ESB um styrkingu ytri landamæra fráleitar og spyrja hvort þeir eigi kannski að sökkva flóttamannabátum eða stugga frá með skothríð. Ekkert vit sé í að kenna Grikklandi um vandann. 27. janúar 2016 07:00 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Staða Schengen samstarfsins í ljósi flóttamannavanda Evrópu var til umræðu á sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar og allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Formaður utanríkismálanefndar segir að öllum aðilum Schengen sé fullljóst að samstarfið sé í miklum vanda. „Ég held að allir séu sammála um það að ástandð er þungt, ástandið er erfitt og sumir myndu segja að það geti brugðið til beggja hvað varðar áframhaldandi samstarf. Við erum að sjá ríki, sjáum það síðast með Danmörku í síðustu viku, þar sem ríki grípa til ákveðinna aðgerða sjálf til að bregðast við.“Erfitt fyrir lítið ríki að standa eitt Hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komið til álita að gera hlé til allt að tveggja ára á þeirri hlið Schengen samstarfsins sem snýr að opnum landamærum. Hanna Birna leggur þó áherslu á að fleiri hagsmunir felist í Schengen. „Það hefur allavega verið mín skoðun að kostirnir séu mun fleiri en gallarnir. Og ég held að það sé meirihluta afstaða, bæði hjá stjórnvöldum og líka hér á þinginu. Við vorum líka að fara yfir það hér í morgun hvað myndi gerast ef við myndum ganga út úr þessu. Ég held að við gleymum því stundum að það myndi skapa mjög erfitt ástand fyrir lítið ríki, sem hefði þá engan aðgang að alþjóðlegum upplýsingum og gagnabönkum. Þannig að málið yrði miklu snúnara."Óttarr Proppé er formaður þverpólitískrar þingnefndar um endurskoðun á útlendingalögunum, sem skilaði frumvarpsdrögum í haust.Nýju útlendingalögin á leið á þingið Óttarr Proppé tekur undir að samstaða sé meðal þingmanna almennt um mikilvægi þess að bjarga Schengen. „Já ég skynja það nú og ég held það sé mjög mikilvægt fyrir okkur, við erum náttúrulega bæði lítið ríki og á mörkum þessa Schengen samstarfs. Þetta samstarf skiptir okkur mjög miklu máli og það er mjög mikilvægt fyrir okkur í raun og veru að það sé að virka.“ Frumvarp til nýrra útlendingalaga, sem Óttarr stýrði vinnu að, er væntanlegt fyrir þingið á næstu vikum og má búast við því að það verðir rætt með hliðsjón af hraðri þróun mála í Evrópu. „Við höfum verið að skoða þessi útlendingamál heildstætt hjá okkur. Þannig að við erum auðvitað líka á Íslandi að reyna að uppfæra okkur, skulum við segja, og þá þurfum við að fylgjast vel með því hvað aðrir eru að gera, þannig að við séum ekki á skjön við það."
Tengdar fréttir ESB hyggst gera gagngerar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni Tillaga um að fella frá ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar verður lögð fram í mars og er búist við miklum mótbárum frá fjölda aðildarríkja. 20. janúar 2016 10:05 Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Grikkir segja hugmyndir ESB um styrkingu ytri landamæra fráleitar og spyrja hvort þeir eigi kannski að sökkva flóttamannabátum eða stugga frá með skothríð. Ekkert vit sé í að kenna Grikklandi um vandann. 27. janúar 2016 07:00 Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36 Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
ESB hyggst gera gagngerar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni Tillaga um að fella frá ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar verður lögð fram í mars og er búist við miklum mótbárum frá fjölda aðildarríkja. 20. janúar 2016 10:05
Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21
Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Grikkir segja hugmyndir ESB um styrkingu ytri landamæra fráleitar og spyrja hvort þeir eigi kannski að sökkva flóttamannabátum eða stugga frá með skothríð. Ekkert vit sé í að kenna Grikklandi um vandann. 27. janúar 2016 07:00
Straumur flóttafólks til Evrópu: ESB saka Grikki um alvarlega vanrækslu Framkvæmdastjórn ESB sakar grísk yfirvöld um að hafa vanrækt skyldur sína þegar kemur að stjórnun á ytri landamærum sambandsins. 27. janúar 2016 13:36
Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16
Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45