Bændur brjálaðir út í Finn Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2016 10:18 Sindri vandar Finni ekki kveðjurnar, segir orð hans til skammar og að menn verði að gæta að lágmarks mannasiðum. „Forstjóri Haga ætti að sjá sóma sinn í að biðja bændur afsökunar á fráleitum ummælum um að búvörusamningar séu ríkisstyrkt dýraníð.“ Svo hefst harðorð yfirlýsing frá formanni Bændasamtaka Íslands, Sindra Sigurgeirssyni. Vísir greindi frá því í gær að Finnur Árnason, forstjóri Haga, hvetti til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykktan búvörusamning. Finnur sagði: „Nú er rætt um að skora á Guðna Th. Jóhannesson að vísa nýjum búvörusamningum í dóm þjóðarinnar. Ég er enn á því að það sé góð hugmynd. Þegar ég skrifaði greinina datt mér hinsvegar ekki í hug að samningurinn innihéldi ríkisstyrkt dýraníð. Nóg var það samt,“ segir Finnur.Finnur fyrirtækinu til háborinnar skammarBændur eru ekki kátir með þessi ummæli, einkum þau sem snúa að dýraníðinu. Sem þeir telja bera vott um fjandsamleg viðhorf til bænda. „Honum er í sjálfsvald sett að gagnrýna samningana en ummæli af þessu tagi eru út fyrir öll mörk og bera vott um einkar fjandsamlegt viðhorf í garð íslenskra bænda. Ítrekað hefur forstjóri Haga haft uppi neikvæð ummæli um íslenskan landbúnað en með þessum tilteknu ummælum tekur steininn úr og eru því fyrirtæki sem hann starfar fyrir til háborinnar skammar.“Menn verða að sýna lágmarks mannasiðiÍ yfirlýsingunni segir að íslenskir bændur vinni að því hörðum höndum allan ársins hring að tryggja íslenskum almenningi heilnæm matvæli án sýklalyfja eða annarra aukaefna sem algeng eru í landbúnaði í öðrum löndum. „Það er eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna að íslenskir bændur standist ítrustu kröfur um dýravelferð svo að Ísland verði í fararbroddi í þeim efnum.“Jóhanna María segir á sinni Facebooksíðu að hún myndi aldrei aldrei aldrei, styðja dýraníð.Bent er á að nýir búvörusamningar séu viðamiklir og skipti bændur bændur og almenning á Íslandi verulegu máli. „Þeir tryggja það að neytendur fá íslenskar búvörur á hagstæðu verði í verslunum og að hér sé hægt að reka blómlegan landbúnað. Við frábiðjum okkur þann málflutning sem forstjóri stærstu smásölukeðju landsins viðhefur. Menn verða að sýna lágmarks mannasiði þegar þeir tjá sig um atvinnugrein sem þúsundir manns byggja afkomu sína á um allt land,“ skrifar Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, og ljóst að honum er ekki skemmt.Myndi aldrei aldrei aldrei styðja dýraníðÞá má einnig geta þess að Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sem greiddi búvörusamningnum atkvæði sitt, birti vinum sínum á Facebook mikinn reiðilestur. En tilefni hans var téð frétt Vísis. „Getur þessi maður staðfest að allt kjöt, mjólkurvörur og aðrar landbúnaðarafurðir sem fluttar eru inn og seldar í verslunum Haga séu framleiddar við jafn miklar kröfur og íslenskar landbúnaðarafurðir?“ spyr Jóhanna. „Allt frá því að gripur fæðist til þess að lokaafurð verður til. Ég myndi aldrei, aldrei, aldrei styðja dýraníð. Ég hef umgengist búfénað frá unga aldrei og ætíð verið umhugað um velferð þeirra.“ Á Facebook hafa menn velt fyrir sér hæfi til að mynda þeirra Jóhönnu Maríu sem og Ásmundar Einars Daðasonar, við atkvæðagreiðsluna. En, bæði eru þau bændur og eru að greiða atkvæði fyrir hönd almennings um það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur talað um sem kjarasamninga við bændur. Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Forstjóri Haga ætti að sjá sóma sinn í að biðja bændur afsökunar á fráleitum ummælum um að búvörusamningar séu ríkisstyrkt dýraníð.“ Svo hefst harðorð yfirlýsing frá formanni Bændasamtaka Íslands, Sindra Sigurgeirssyni. Vísir greindi frá því í gær að Finnur Árnason, forstjóri Haga, hvetti til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykktan búvörusamning. Finnur sagði: „Nú er rætt um að skora á Guðna Th. Jóhannesson að vísa nýjum búvörusamningum í dóm þjóðarinnar. Ég er enn á því að það sé góð hugmynd. Þegar ég skrifaði greinina datt mér hinsvegar ekki í hug að samningurinn innihéldi ríkisstyrkt dýraníð. Nóg var það samt,“ segir Finnur.Finnur fyrirtækinu til háborinnar skammarBændur eru ekki kátir með þessi ummæli, einkum þau sem snúa að dýraníðinu. Sem þeir telja bera vott um fjandsamleg viðhorf til bænda. „Honum er í sjálfsvald sett að gagnrýna samningana en ummæli af þessu tagi eru út fyrir öll mörk og bera vott um einkar fjandsamlegt viðhorf í garð íslenskra bænda. Ítrekað hefur forstjóri Haga haft uppi neikvæð ummæli um íslenskan landbúnað en með þessum tilteknu ummælum tekur steininn úr og eru því fyrirtæki sem hann starfar fyrir til háborinnar skammar.“Menn verða að sýna lágmarks mannasiðiÍ yfirlýsingunni segir að íslenskir bændur vinni að því hörðum höndum allan ársins hring að tryggja íslenskum almenningi heilnæm matvæli án sýklalyfja eða annarra aukaefna sem algeng eru í landbúnaði í öðrum löndum. „Það er eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna að íslenskir bændur standist ítrustu kröfur um dýravelferð svo að Ísland verði í fararbroddi í þeim efnum.“Jóhanna María segir á sinni Facebooksíðu að hún myndi aldrei aldrei aldrei, styðja dýraníð.Bent er á að nýir búvörusamningar séu viðamiklir og skipti bændur bændur og almenning á Íslandi verulegu máli. „Þeir tryggja það að neytendur fá íslenskar búvörur á hagstæðu verði í verslunum og að hér sé hægt að reka blómlegan landbúnað. Við frábiðjum okkur þann málflutning sem forstjóri stærstu smásölukeðju landsins viðhefur. Menn verða að sýna lágmarks mannasiði þegar þeir tjá sig um atvinnugrein sem þúsundir manns byggja afkomu sína á um allt land,“ skrifar Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, og ljóst að honum er ekki skemmt.Myndi aldrei aldrei aldrei styðja dýraníðÞá má einnig geta þess að Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sem greiddi búvörusamningnum atkvæði sitt, birti vinum sínum á Facebook mikinn reiðilestur. En tilefni hans var téð frétt Vísis. „Getur þessi maður staðfest að allt kjöt, mjólkurvörur og aðrar landbúnaðarafurðir sem fluttar eru inn og seldar í verslunum Haga séu framleiddar við jafn miklar kröfur og íslenskar landbúnaðarafurðir?“ spyr Jóhanna. „Allt frá því að gripur fæðist til þess að lokaafurð verður til. Ég myndi aldrei, aldrei, aldrei styðja dýraníð. Ég hef umgengist búfénað frá unga aldrei og ætíð verið umhugað um velferð þeirra.“ Á Facebook hafa menn velt fyrir sér hæfi til að mynda þeirra Jóhönnu Maríu sem og Ásmundar Einars Daðasonar, við atkvæðagreiðsluna. En, bæði eru þau bændur og eru að greiða atkvæði fyrir hönd almennings um það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur talað um sem kjarasamninga við bændur.
Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 „Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Fyrrverandi forsætisráðherra líkti búvörusamningum við kjarasamninga í Facebook færslu sinni í dag. 14. september 2016 16:33