Mikilvæg nótt fyrir Trump og Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 07:28 Donald Trump fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Kosið var í Connecticut, Delaware, Maryland, Pennsylvaníu og á Rhode Island. Í sigurræðu sinni sagði hann allar líkur nú vera orðnar á því að hann nái að tryggja sér útnefninguna. Demókratar kusu einnig í sömu ríkjum í gær og þar sigraði Hillary Clinton í fjórum ríkjum. Keppinautur hennar, Bernie Sanders bar sigur úr býtum í Rhode Island. Fátt virðist nú geta stöðvað Clinton í að hljóta útnefninguna. Hún þarf að tryggja sér 2382 kjörmenn og er nú komin með 1622 á móti 1282 hjá Bernie Sanders. Við þá tölu bætast síðan svokallaðir ofurkjörmenn sem eru innanbúðarmenn í flokknum. Hún er talin eiga 519 atkvæði vís hjá þeim en Sanders aðeins 39.Trump veittist að Clinton í sigurræðu sinni og sagði að eina forskot hennar væri að hún væri að reyna að verða fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna. „Ef satt skal segja, ef Hillary Clinton væri karlmaður, tel ég að hún myndi ekki fá fimm prósent atkvæða,“ sagði Trump. Hann bætti svo við að besta væri að konum væri illa við Clinton. Auk þess sagði hann að Ted Cruz og John Kasich ættu að stíga til hliðar svo hann gæti sameinað kjósendur repúblikana og að stuðningsmenn Bernie Sanders ættu að kjósa sig í forsetakosningunum. Nú væri eingöngu formsatriði að hljóta útnefningu Repúblikana.Hillary Clinton svaraði Trump og sagði hann hafa ásakað sig um að reyna að spila út „konu spilinu“. „Ef það að berjast fyrir réttindum kvenna í heilbrigðiskerfinu, launuðu fæðingarorlofi og launajafnræði er að spila út „konu spilinu“, þá er það rétt hjá honum.“ Hún reyndi einnig að brúa bilið á milli sín og stuðningsmanna Bernie Sanders. Clinton sagðist bera mikla virðingu fyrir þeim og Sanders sjálfum. Þá sérstaklega fyrir baráttu hans gegn fjárframlögum hagsmunaaðila til stjórnmálamanna og að minnka bilið á milli hæstu og lægstu launa.Velgengni Trump í gær tryggði honum ekki útnefninguna en gerði hana mun líklegri. Þá dró verulega úr líkunum á því að Cruz og Kasich gætu komið í veg fyrir að hann nái 1.237 kjörmenn. Ef hann nær því ekki verður frambjóðandi flokksins ákveðinn á flokksþingi Repúblikana í júlí, eins og Cruz og Kasich vonast eftir.Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir AP fréttaveituna er ljóst að forval Repúblikana hefur sundrað flokknum. Í Pennsylvania sögðust fjórir af tíu kjósendum í forvalinu spenntir fyrir því að Trump yrði forseti en fjórðungur sagðist óttast það að Trump næði í Hvíta húsið. Sex af tíu sögðu að forvalið hefði sundrað Repúblikanaflokknum, sem er þveröfugt viðhorf en hjá Demókrötum. Þar sögðu sjö af tíu að forvalið hefði gefið Demókrötum meiri orku og hleypt lífi í flokkinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum Forsetaframbjóðendur beggja fylkinga eru taldir nýta sér glufu í skattalöggjöf Delaware. 25. apríl 2016 18:50 Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Leiða saman hesta sína gegn Trump Ted Cruz og John Kasich gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana. 25. apríl 2016 07:25 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Donald Trump fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Kosið var í Connecticut, Delaware, Maryland, Pennsylvaníu og á Rhode Island. Í sigurræðu sinni sagði hann allar líkur nú vera orðnar á því að hann nái að tryggja sér útnefninguna. Demókratar kusu einnig í sömu ríkjum í gær og þar sigraði Hillary Clinton í fjórum ríkjum. Keppinautur hennar, Bernie Sanders bar sigur úr býtum í Rhode Island. Fátt virðist nú geta stöðvað Clinton í að hljóta útnefninguna. Hún þarf að tryggja sér 2382 kjörmenn og er nú komin með 1622 á móti 1282 hjá Bernie Sanders. Við þá tölu bætast síðan svokallaðir ofurkjörmenn sem eru innanbúðarmenn í flokknum. Hún er talin eiga 519 atkvæði vís hjá þeim en Sanders aðeins 39.Trump veittist að Clinton í sigurræðu sinni og sagði að eina forskot hennar væri að hún væri að reyna að verða fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna. „Ef satt skal segja, ef Hillary Clinton væri karlmaður, tel ég að hún myndi ekki fá fimm prósent atkvæða,“ sagði Trump. Hann bætti svo við að besta væri að konum væri illa við Clinton. Auk þess sagði hann að Ted Cruz og John Kasich ættu að stíga til hliðar svo hann gæti sameinað kjósendur repúblikana og að stuðningsmenn Bernie Sanders ættu að kjósa sig í forsetakosningunum. Nú væri eingöngu formsatriði að hljóta útnefningu Repúblikana.Hillary Clinton svaraði Trump og sagði hann hafa ásakað sig um að reyna að spila út „konu spilinu“. „Ef það að berjast fyrir réttindum kvenna í heilbrigðiskerfinu, launuðu fæðingarorlofi og launajafnræði er að spila út „konu spilinu“, þá er það rétt hjá honum.“ Hún reyndi einnig að brúa bilið á milli sín og stuðningsmanna Bernie Sanders. Clinton sagðist bera mikla virðingu fyrir þeim og Sanders sjálfum. Þá sérstaklega fyrir baráttu hans gegn fjárframlögum hagsmunaaðila til stjórnmálamanna og að minnka bilið á milli hæstu og lægstu launa.Velgengni Trump í gær tryggði honum ekki útnefninguna en gerði hana mun líklegri. Þá dró verulega úr líkunum á því að Cruz og Kasich gætu komið í veg fyrir að hann nái 1.237 kjörmenn. Ef hann nær því ekki verður frambjóðandi flokksins ákveðinn á flokksþingi Repúblikana í júlí, eins og Cruz og Kasich vonast eftir.Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir AP fréttaveituna er ljóst að forval Repúblikana hefur sundrað flokknum. Í Pennsylvania sögðust fjórir af tíu kjósendum í forvalinu spenntir fyrir því að Trump yrði forseti en fjórðungur sagðist óttast það að Trump næði í Hvíta húsið. Sex af tíu sögðu að forvalið hefði sundrað Repúblikanaflokknum, sem er þveröfugt viðhorf en hjá Demókrötum. Þar sögðu sjö af tíu að forvalið hefði gefið Demókrötum meiri orku og hleypt lífi í flokkinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum Forsetaframbjóðendur beggja fylkinga eru taldir nýta sér glufu í skattalöggjöf Delaware. 25. apríl 2016 18:50 Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Leiða saman hesta sína gegn Trump Ted Cruz og John Kasich gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana. 25. apríl 2016 07:25 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Félög Trump og Clinton deila heimilisfangi með 285.000 öðrum Forsetaframbjóðendur beggja fylkinga eru taldir nýta sér glufu í skattalöggjöf Delaware. 25. apríl 2016 18:50
Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Donald Trump er farinn að horfa til mögulegra andstæðinga í forsetakosningum Bandaríkjanna sem fara fram í nóvember. 23. apríl 2016 19:14
Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00
Leiða saman hesta sína gegn Trump Ted Cruz og John Kasich gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana. 25. apríl 2016 07:25
Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00