Aspas fyrstur til að skora hjá enskum síðan Kolbeinn sendi þá heim af EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2016 14:30 Joe Hart hefur ekki þurft að sækja boltann í netið síðan Kolbeinn Sigþórsson skoraði á hann í Hreiðrinu í Nice. vísir/getty England og Spánn skildu jöfn í vináttulandsleik á Wembley í gærkvöldi, 2-2, en spænska liðið kom til baka úr stöðunni 2-0 og náði að jafna með tveimur mörkum á síðustu mínútunum. Adam Lallana kom Englandi yfir úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Jamie Vardy jók forskotið á 48. mínútu. Iago Aspas, fyrrverandi leikmaður Liverpool, kom Spánverjum til bjargar þegar hann jafnaði metin á 89. mínútu og tryggði svo jafnteflið á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Fyrra mark Aspas var það fyrsta sem enska landsliðið fær á sig síðan Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi.Eftir það hélt England hreinu í fjórum leikjum í röð í undankeppni HM 2018 þar sem það trónir á toppi síns riðils með tíu stig. Liðið er búið að halda hreinu gegn Slóvakíu og Slóveníu á útivelli og gegn Möltu og Skotlandi á heimavelli. Joe Hart, aðalmarkvörður enska liðsins, hefur ekki enn fengið á sig mark í landsliðstreyjunni síðan hann missti skot Kolbeins undir sig í Frakklandi. Hann stóð vaktina í öllum fjórum leikjunum í undankeppninni og var svo tekinn út af í hálfleik í gær. Eftir að Hart fékk á sig markið á 18. mínútu í Nice er hann búinn að halda enska markinu hreinu í 477 mínútur. Tom Heaton, markvörður Burnley, kom inn á í hálfleik í gær og fékk á sig mörkin tvö sem Iago Aspas, leikmaður Celta Vigo á Spáni, skoraði. Enski boltinn Tengdar fréttir Englendingar nokkrum sekúndum frá sigri á Spánverjum England var aðeins hársbreidd frá því að vinna Spán í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Lokatölur 2-2. 15. nóvember 2016 22:05 Óvissa um meiðsli Lallana Stuðningsmenn Liverpool bíða fregna Adam Lallana sem meiddist í vináttulandsleik í gær. 16. nóvember 2016 12:00 Southgate svaraði ekki ásökunum fjölmiðla um áfengisdrykkju Rooney Segir að fjarvera Wayne Rooney í landsleik Englands og Spánar í gær hafi aðeins verið vegna meiðsla. 16. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
England og Spánn skildu jöfn í vináttulandsleik á Wembley í gærkvöldi, 2-2, en spænska liðið kom til baka úr stöðunni 2-0 og náði að jafna með tveimur mörkum á síðustu mínútunum. Adam Lallana kom Englandi yfir úr vítaspyrnu á 9. mínútu og Jamie Vardy jók forskotið á 48. mínútu. Iago Aspas, fyrrverandi leikmaður Liverpool, kom Spánverjum til bjargar þegar hann jafnaði metin á 89. mínútu og tryggði svo jafnteflið á sjöttu mínútu í uppbótartíma. Fyrra mark Aspas var það fyrsta sem enska landsliðið fær á sig síðan Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi.Eftir það hélt England hreinu í fjórum leikjum í röð í undankeppni HM 2018 þar sem það trónir á toppi síns riðils með tíu stig. Liðið er búið að halda hreinu gegn Slóvakíu og Slóveníu á útivelli og gegn Möltu og Skotlandi á heimavelli. Joe Hart, aðalmarkvörður enska liðsins, hefur ekki enn fengið á sig mark í landsliðstreyjunni síðan hann missti skot Kolbeins undir sig í Frakklandi. Hann stóð vaktina í öllum fjórum leikjunum í undankeppninni og var svo tekinn út af í hálfleik í gær. Eftir að Hart fékk á sig markið á 18. mínútu í Nice er hann búinn að halda enska markinu hreinu í 477 mínútur. Tom Heaton, markvörður Burnley, kom inn á í hálfleik í gær og fékk á sig mörkin tvö sem Iago Aspas, leikmaður Celta Vigo á Spáni, skoraði.
Enski boltinn Tengdar fréttir Englendingar nokkrum sekúndum frá sigri á Spánverjum England var aðeins hársbreidd frá því að vinna Spán í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Lokatölur 2-2. 15. nóvember 2016 22:05 Óvissa um meiðsli Lallana Stuðningsmenn Liverpool bíða fregna Adam Lallana sem meiddist í vináttulandsleik í gær. 16. nóvember 2016 12:00 Southgate svaraði ekki ásökunum fjölmiðla um áfengisdrykkju Rooney Segir að fjarvera Wayne Rooney í landsleik Englands og Spánar í gær hafi aðeins verið vegna meiðsla. 16. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Englendingar nokkrum sekúndum frá sigri á Spánverjum England var aðeins hársbreidd frá því að vinna Spán í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Lokatölur 2-2. 15. nóvember 2016 22:05
Óvissa um meiðsli Lallana Stuðningsmenn Liverpool bíða fregna Adam Lallana sem meiddist í vináttulandsleik í gær. 16. nóvember 2016 12:00
Southgate svaraði ekki ásökunum fjölmiðla um áfengisdrykkju Rooney Segir að fjarvera Wayne Rooney í landsleik Englands og Spánar í gær hafi aðeins verið vegna meiðsla. 16. nóvember 2016 09:00