Drottningin blandar límonaði Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 Mynd/Getty Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl. Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira
Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl.
Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira