Drottningin blandar límonaði Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 Mynd/Getty Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl. Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl.
Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira