Fjöldi hælisleitenda tvöfaldaðist í fyrra Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. mars 2016 07:00 Þúsundir flóttamanna bíða nú í Grikklandi við landamæri Makedóníu, en litlum hópum er reglulega hleypt í gegn. Fréttablaðið/EPA Flóttamenn, sem sótti um hæli í aðildarlöndum Evrópusambandsins, urðu 1.255.600 á síðasta ári, eða helmingi fleiri en árið 2014. Flestir þeirra komu frá Sýrlandi, eða 363.775 manns, en næst koma flóttamenn frá Írak og Afganistan.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að þriðjungur fólksins, eða 441.800, héldu til Þýskalands en næstflestir sóttu um hæli í Ungverjalandi, eða 174.435. Þar næst kemur Svíþjóð með 156.110 umsóknir. Hvert aðildarríkið á fætur öðru hefur brugðist við þessu með því að loka landamærum sínum, sem gengur þvert á meginhugsun Schengen-samkomulagsins um opin landamæri Evrópuríkja. Þetta er gert á grundvelli ákvæðis sem heimilar tímabundnar undantekningar frá meginreglunni.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande Frakklandsforseti hafa nú komið sér saman um að stefna að því að hin lokuðu landamæri verði öll opnuð fyrir lok þessa árs, þannig að Schengen-samkomulagið standi þá óhaggað. Þau skýrðu frá þessu á blaðamannafundi í Frakklandi í gær. Þau gera engu að síður ráð fyrir að aðildarríkin myndu um leið hætta að hleypa flóttafólki athugasemdalaust í gegnum landamærin Dmitris Avramopoulos, sem er innflytjendamálastjóri í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í gær mikilvægt að verja hin opnu landamæri Schengen-svæðisins. „Allt sem við höfum náð fram á síðustu 60 árum er í húfi og við verðum að gera allt sem við getum til að viðhalda þessum árangri og tryggja hann,“ er haft eftir honum á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Flóttamenn, sem sótti um hæli í aðildarlöndum Evrópusambandsins, urðu 1.255.600 á síðasta ári, eða helmingi fleiri en árið 2014. Flestir þeirra komu frá Sýrlandi, eða 363.775 manns, en næst koma flóttamenn frá Írak og Afganistan.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að þriðjungur fólksins, eða 441.800, héldu til Þýskalands en næstflestir sóttu um hæli í Ungverjalandi, eða 174.435. Þar næst kemur Svíþjóð með 156.110 umsóknir. Hvert aðildarríkið á fætur öðru hefur brugðist við þessu með því að loka landamærum sínum, sem gengur þvert á meginhugsun Schengen-samkomulagsins um opin landamæri Evrópuríkja. Þetta er gert á grundvelli ákvæðis sem heimilar tímabundnar undantekningar frá meginreglunni.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Francois Hollande Frakklandsforseti hafa nú komið sér saman um að stefna að því að hin lokuðu landamæri verði öll opnuð fyrir lok þessa árs, þannig að Schengen-samkomulagið standi þá óhaggað. Þau skýrðu frá þessu á blaðamannafundi í Frakklandi í gær. Þau gera engu að síður ráð fyrir að aðildarríkin myndu um leið hætta að hleypa flóttafólki athugasemdalaust í gegnum landamærin Dmitris Avramopoulos, sem er innflytjendamálastjóri í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í gær mikilvægt að verja hin opnu landamæri Schengen-svæðisins. „Allt sem við höfum náð fram á síðustu 60 árum er í húfi og við verðum að gera allt sem við getum til að viðhalda þessum árangri og tryggja hann,“ er haft eftir honum á fréttavef breska dagblaðsins The Guardian.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira