

Elsku hjartans nautið mitt. Ekki láta þér leiðast og mundu að áhyggjur og leiðindi verða að veikindum.
Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur.
Elsku hjartans krabbinn minn. Það er svo dásamlegt hvað þú horfir bjartsýnum augum á lífið.
Elsku duglega steingeitin mín. Það getur vel verið að lífið sé leikrit en þú þarft að einbeita þér að því að hafa það ekki of flókið.
Elsku, elsku vogin mín. Þú ert eitthvað svo glamorus og það fylgja þér svo mikil smekklegheit og hugmyndir.
Elsku stolti bogmaðurinn minn. Þú ert svo aðlaðandi og kærleiksríkur og vilt öllum svo vel.
Elsku hjartnæmi og áhrifaríki fiskurinn minn. Upp á síðkastið hefur kvíðinn nagað þig og þú hefur áhyggjur af ótrúlegustu vitleysu, það er hreinlega eins og þú sért að reyna að finna upp eitthvað til þess að hafa áhyggjur af. Og þú ert svo dásamlega snjall í því!
Elsku hjartans ljónið mitt. Stundum er maður bara þreyttur og það þýðir ekki að maður sé latur heldur ert þú bara að íhuga hvað er best að gera næst.
Elsku besta meyjan mín. Það var fullt tungl 22. febrúar og það er fullt tungl í meyjarmerkinu. Þetta er svokallað samskiptatungl og það skiptir öllu máli, meyjan mín, að samskiptin séu alveg á hreinu og að þú talir frá hjartanu þínu.
Elsku besti hrúturinn minn. Skemmtilegasta tímabilið í þínu lífi er þegar það fer að vora.
Elsku vatnsberinn minn. Ástin er eins og kraftmikill eldur og ástin er segulstál og í þér er svo mikill kraftur og þú þarft að hafa ástina ólgandi í kringum þig.
Elsku hjartans tvíburinn minn. Það er eitthvað svo algengt að þú sért eitthvað að bíða. Bíða eftir að það komi að einhverju aðalatriði, bíða eftir hæsta punktinum, bíða eftir Óskarnum! Þú átt algjörlega að sleppa þessu næstu mánuði.