Marsspá Siggu Kling – Sporðdreki: Þolinmæðin mun leysa vandamálin 26. febrúar 2016 09:00 Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira