Marsspá Siggu Kling – Sporðdreki: Þolinmæðin mun leysa vandamálin 26. febrúar 2016 09:00 Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira