„Tilfinninga“ Tómas laminn með hafnaboltakylfu í Tælandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2016 19:52 Tómas Geir Howser segist hafa verið barinn sex sinnum með hafnaboltakylfu í höfuðið. Vísir/Valli/Facebook Tómas Geir Howser, sem margir þekkja ef til vill sem Tilfinninga-Tómas, lenti í slæmri lífsreynslu í Tælandi þar sem hann var barinn ítrekað með hafnaboltakylfu. Hann segir þetta vera sína verstu lífsreynslu, en hann segist óbrotinn eftir árásina. Hann segir frá árásinni á Facebook síðu sinni og birti nokkrar myndir með færslunni eins og sjá má hér að neðan. Tómas Geir vann sér það til frægðar að fara fyrir liði sínu úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskólanna og standa sig sérlega vel. Einkum var til þess tekið hversu opinn og skemmtilegur Tómas Geir var, hann leyndi hvergi tilfinningum sínum sem gátu sveiflast alveg í takti við það hvernig liðinu gekk. Hann hefur verið í heimsreisu undanfarna mánuði með tveimur vinum sínum. Tómas var í Bangkok ásamt vinum sínum og þurfti einn þeirra að komast á klósett. Þá fóru þeir á bar sem var opinn. Þar voru þeim sagt að þeir þyrftu að borga fyrir afnot af klósetti og mótmæltu þeir því. „Þeir neituðu aftur og eftir smá tíma sættumst við á að borga en þá sögðu þeir að það væri orðið of seint að borga. Ég snéri mér við og áður en ég veit af er ég laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið,“ skrifar Tómas. Hann segist hafa fallið í jörðina við höggið og þar hafi hann verið barinn oftar. Þá hafi fimm menn haldið honum niðri og einn hafi skotið hann tvisvar sinnum með rafbyssu. Í heildina hafi hann verið laminn sex sinnum í höfuðið með hafnaboltakylfu. „Ég náði einhvern veginn að standa upp og flýja og hoppa yfir mann sem reyndi að fella mig. Ég fann Andra og strákana en fattaði þá að Sturla væri enn þá inni. Ég hugsaði auðvitað það versta en Sturla kom stuttu seinna. Hann fékk skurð aftan á hnakkann.“ Þeir vinirnir fundu lögregluþjón sem neitaði að hjálpa þeim og komust árásarmennirnir undan. Þeir hafi þó fengið hjálp frá góðhjörtuðum manni.Ég veit ekki hvar èg á að byrja. Eins og flestir vita þá er ég í heimsreisu með Sturlu og Davíð og erum við búnir að...Posted by Tómas Geir Howser Harðarson on Saturday, April 2, 2016 Tengdar fréttir Tilfinninga-Tómas kominn í hvaladrápið Hörður Magnússon faðir hans vill gera Tómas Geir að manni. 2. júlí 2015 15:05 Twitter Tómasarnir þrír í auglýsingu fyrir HeForShe Fjórði Tómasinn fylgist steini runninn með. 11. maí 2015 10:01 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 #TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34 Tilfinninga-, Lækna- og Talningar-Tómas taka höndum saman fyrir UN Women Mynd af nöfnunum hefur heldur betur slegið í gegn á Twitter. 4. maí 2015 20:17 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Tómas Geir Howser, sem margir þekkja ef til vill sem Tilfinninga-Tómas, lenti í slæmri lífsreynslu í Tælandi þar sem hann var barinn ítrekað með hafnaboltakylfu. Hann segir þetta vera sína verstu lífsreynslu, en hann segist óbrotinn eftir árásina. Hann segir frá árásinni á Facebook síðu sinni og birti nokkrar myndir með færslunni eins og sjá má hér að neðan. Tómas Geir vann sér það til frægðar að fara fyrir liði sínu úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskólanna og standa sig sérlega vel. Einkum var til þess tekið hversu opinn og skemmtilegur Tómas Geir var, hann leyndi hvergi tilfinningum sínum sem gátu sveiflast alveg í takti við það hvernig liðinu gekk. Hann hefur verið í heimsreisu undanfarna mánuði með tveimur vinum sínum. Tómas var í Bangkok ásamt vinum sínum og þurfti einn þeirra að komast á klósett. Þá fóru þeir á bar sem var opinn. Þar voru þeim sagt að þeir þyrftu að borga fyrir afnot af klósetti og mótmæltu þeir því. „Þeir neituðu aftur og eftir smá tíma sættumst við á að borga en þá sögðu þeir að það væri orðið of seint að borga. Ég snéri mér við og áður en ég veit af er ég laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið,“ skrifar Tómas. Hann segist hafa fallið í jörðina við höggið og þar hafi hann verið barinn oftar. Þá hafi fimm menn haldið honum niðri og einn hafi skotið hann tvisvar sinnum með rafbyssu. Í heildina hafi hann verið laminn sex sinnum í höfuðið með hafnaboltakylfu. „Ég náði einhvern veginn að standa upp og flýja og hoppa yfir mann sem reyndi að fella mig. Ég fann Andra og strákana en fattaði þá að Sturla væri enn þá inni. Ég hugsaði auðvitað það versta en Sturla kom stuttu seinna. Hann fékk skurð aftan á hnakkann.“ Þeir vinirnir fundu lögregluþjón sem neitaði að hjálpa þeim og komust árásarmennirnir undan. Þeir hafi þó fengið hjálp frá góðhjörtuðum manni.Ég veit ekki hvar èg á að byrja. Eins og flestir vita þá er ég í heimsreisu með Sturlu og Davíð og erum við búnir að...Posted by Tómas Geir Howser Harðarson on Saturday, April 2, 2016
Tengdar fréttir Tilfinninga-Tómas kominn í hvaladrápið Hörður Magnússon faðir hans vill gera Tómas Geir að manni. 2. júlí 2015 15:05 Twitter Tómasarnir þrír í auglýsingu fyrir HeForShe Fjórði Tómasinn fylgist steini runninn með. 11. maí 2015 10:01 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 #TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34 Tilfinninga-, Lækna- og Talningar-Tómas taka höndum saman fyrir UN Women Mynd af nöfnunum hefur heldur betur slegið í gegn á Twitter. 4. maí 2015 20:17 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Tilfinninga-Tómas kominn í hvaladrápið Hörður Magnússon faðir hans vill gera Tómas Geir að manni. 2. júlí 2015 15:05
Twitter Tómasarnir þrír í auglýsingu fyrir HeForShe Fjórði Tómasinn fylgist steini runninn með. 11. maí 2015 10:01
Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15
#TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34
Tilfinninga-, Lækna- og Talningar-Tómas taka höndum saman fyrir UN Women Mynd af nöfnunum hefur heldur betur slegið í gegn á Twitter. 4. maí 2015 20:17