Ásættanleg byrjun í Úkraínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2016 06:00 Alfreð fagnar marki sínu í kvöld. vísir/epa Strákarnir okkar tóku sitt fyrsta skref í nýrri keppni eftir EM-ævintýri sumarsins er Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Úkraínu ytra í undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar. Okkar menn spiluðu frábærlega fyrstu 40 mínútur leiksins og hefðu með réttu átt að vera með meira en 1-0 forystu þegar jöfnunarmark Úkraínu kom í lok hálfleiksins. Úkraína spilaði svo betur í síðari hálfleik og okkar menn gátu prísað sig sæla að komast frá leiknum með skiptan hlut, enda brenndu heimamenn af vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka.Vantaði bara fleiri mörk Alfreð Finnbogason gaf tóninn þegar hann skoraði úr þröngu færi snemma í leiknum en þrátt fyrir mikið kæruleysi í varnarleik heimamanna náðu strákarnir ekki að nýta sér það frekar. Jón Daði Böðvarsson fékk besta færið til að skora annað mark Íslands er hann fékk tvö skotfæri eftir frábæran undirbúning Alfreðs en fyrra skot hans fór í varnarmann og það síðara yfir, fyrir nánast opnu marki. Heimamenn voru líkt og flestir andstæðingar Íslands á EM í sumar mun meira með boltann en náðu ekki að gera sér mikinn mat úr því. Framan af leik átti Ísland mun fleiri marktilraunir, til samanburðar, og spilaði vel. Það vantaði bara fleiri mörk. Vendipunktur leiksins kom á 39. mínútu, er Ari Frey Skúlason sneri sig illa á ökkla. Hann var keyrður í burtu á börum og örfáum sekúndum eftir að leikurinn hófst á ný, og varamaður Ara Freys ekki kominn inn á, skoraði Andriy Yarmolenko jöfnunarmark Úkraínu eftir að hafa hirt frákastið af markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar beint út í teig.Kærkomið klúður Það var ágæt barátta í okkar mönnum framan af síðari hálfleik og fór þar fyrirliðinn Aron Einar fremstur í flokki. En Gylfi Þór Sigurðsson, sem haltraði um skamma stund í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á fótinn, virtist ekki samur og áður og sömuleiðis dró af sóknarmönnum Íslands. Úkraínumenn gerðust sókndjarfari eftir því sem leið á leikinn og uppskáru vítaspyrnu á 83. mínútu er varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason braut klaufalega á Bohdan Butko, bakverði Úkraínu. Yevhen Konoplyanka fór sem betur fer illa að ráði sínu og skaut í utanverða stöngina og fram hjá. Keimlíkt vítaspyrnunni sem Austurríkismenn klúðruðu í leiknum gegn Íslandi á EM í Frakklandi.Erfitt að spila eftir EM „Ég á erfitt með að meta þennan leik. Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og hann spilaðist eins og við vildum. Við vorum þolinmóðir og fengum góðar opnanir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við íþróttadeild í gær. „Seinni hálfleikurinn var svo ekki okkar besti. Við gáfum ekki mörg færi á okkur en við vitum að við getum spilað mun betur en þetta. Við vissum alltaf að það yrði erfitt að byrja að spila aftur eftir EM.“ Öll liðin í riðli Íslands gerðu 1-1 jafntefli í gær og Heimir er ánægður með stöðu Íslands. „Nú eru öll liðin jöfn en við búnir með erfiðan leik í Úkraínu. Hingað munu ekki mörg lið koma og fá meira en eitt stig. Við vorum ekki alveg nógu sáttir við spilamennsku okkar en getum verið nokkuð ánægðir með niðurstöðuna.“ Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Minnti á erfiðustu hálfleikina á EM Hannes Þór Halldórsson var svekktur með að Ísland skyldi missa tökin á leiknum í seinni hálfleik. 5. september 2016 22:14 Aron Einar hætti í miðju viðtali: Kallað á lækni í búningsklefa Íslands Óvenjuleg uppákoma í viðtali á Rúv eftir landsleikinn í kvöld. 5. september 2016 21:15 Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Aron Einar: Fannst við fá fleiri færi Það voru blendnar tilfinningar hjá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. 5. september 2016 22:14 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Strákarnir okkar tóku sitt fyrsta skref í nýrri keppni eftir EM-ævintýri sumarsins er Ísland gerði 1-1 jafntefli gegn Úkraínu ytra í undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar. Okkar menn spiluðu frábærlega fyrstu 40 mínútur leiksins og hefðu með réttu átt að vera með meira en 1-0 forystu þegar jöfnunarmark Úkraínu kom í lok hálfleiksins. Úkraína spilaði svo betur í síðari hálfleik og okkar menn gátu prísað sig sæla að komast frá leiknum með skiptan hlut, enda brenndu heimamenn af vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka.Vantaði bara fleiri mörk Alfreð Finnbogason gaf tóninn þegar hann skoraði úr þröngu færi snemma í leiknum en þrátt fyrir mikið kæruleysi í varnarleik heimamanna náðu strákarnir ekki að nýta sér það frekar. Jón Daði Böðvarsson fékk besta færið til að skora annað mark Íslands er hann fékk tvö skotfæri eftir frábæran undirbúning Alfreðs en fyrra skot hans fór í varnarmann og það síðara yfir, fyrir nánast opnu marki. Heimamenn voru líkt og flestir andstæðingar Íslands á EM í sumar mun meira með boltann en náðu ekki að gera sér mikinn mat úr því. Framan af leik átti Ísland mun fleiri marktilraunir, til samanburðar, og spilaði vel. Það vantaði bara fleiri mörk. Vendipunktur leiksins kom á 39. mínútu, er Ari Frey Skúlason sneri sig illa á ökkla. Hann var keyrður í burtu á börum og örfáum sekúndum eftir að leikurinn hófst á ný, og varamaður Ara Freys ekki kominn inn á, skoraði Andriy Yarmolenko jöfnunarmark Úkraínu eftir að hafa hirt frákastið af markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar beint út í teig.Kærkomið klúður Það var ágæt barátta í okkar mönnum framan af síðari hálfleik og fór þar fyrirliðinn Aron Einar fremstur í flokki. En Gylfi Þór Sigurðsson, sem haltraði um skamma stund í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á fótinn, virtist ekki samur og áður og sömuleiðis dró af sóknarmönnum Íslands. Úkraínumenn gerðust sókndjarfari eftir því sem leið á leikinn og uppskáru vítaspyrnu á 83. mínútu er varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason braut klaufalega á Bohdan Butko, bakverði Úkraínu. Yevhen Konoplyanka fór sem betur fer illa að ráði sínu og skaut í utanverða stöngina og fram hjá. Keimlíkt vítaspyrnunni sem Austurríkismenn klúðruðu í leiknum gegn Íslandi á EM í Frakklandi.Erfitt að spila eftir EM „Ég á erfitt með að meta þennan leik. Við vorum mjög ánægðir með fyrri hálfleikinn og hann spilaðist eins og við vildum. Við vorum þolinmóðir og fengum góðar opnanir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við íþróttadeild í gær. „Seinni hálfleikurinn var svo ekki okkar besti. Við gáfum ekki mörg færi á okkur en við vitum að við getum spilað mun betur en þetta. Við vissum alltaf að það yrði erfitt að byrja að spila aftur eftir EM.“ Öll liðin í riðli Íslands gerðu 1-1 jafntefli í gær og Heimir er ánægður með stöðu Íslands. „Nú eru öll liðin jöfn en við búnir með erfiðan leik í Úkraínu. Hingað munu ekki mörg lið koma og fá meira en eitt stig. Við vorum ekki alveg nógu sáttir við spilamennsku okkar en getum verið nokkuð ánægðir með niðurstöðuna.“
Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Minnti á erfiðustu hálfleikina á EM Hannes Þór Halldórsson var svekktur með að Ísland skyldi missa tökin á leiknum í seinni hálfleik. 5. september 2016 22:14 Aron Einar hætti í miðju viðtali: Kallað á lækni í búningsklefa Íslands Óvenjuleg uppákoma í viðtali á Rúv eftir landsleikinn í kvöld. 5. september 2016 21:15 Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Aron Einar: Fannst við fá fleiri færi Það voru blendnar tilfinningar hjá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. 5. september 2016 22:14 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
Hannes: Minnti á erfiðustu hálfleikina á EM Hannes Þór Halldórsson var svekktur með að Ísland skyldi missa tökin á leiknum í seinni hálfleik. 5. september 2016 22:14
Aron Einar hætti í miðju viðtali: Kallað á lækni í búningsklefa Íslands Óvenjuleg uppákoma í viðtali á Rúv eftir landsleikinn í kvöld. 5. september 2016 21:15
Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00
Aron Einar: Fannst við fá fleiri færi Það voru blendnar tilfinningar hjá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. 5. september 2016 22:14
Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn