Forsetabuffið óvænt tekjulind fyrir Alzheimer-samtökin: „Við mokum þessu út“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Guðni Th. skartaði buffinu á laugardagsmorgun. Mynd/Forseti.is Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ; Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Alzheimer-samtökin hafa nú vart undan því að selja hið svokallaða forsetabuff, höfuðfat sem forseti Íslands skartaði á laugardagsmorgun við afhjúpun upplýsingaskiltis um gamlar minjar á landi Bessastaða. Buffið er selt á vefsíðu samtakanna og hefur sala margfaldast á síðustu dögum. „Við mokum þessu út núna og það linnir ekki látunum. Þetta er stórkostlegt,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við erum ekki búin að ná utan um þetta, það hrúgaðist svo mikið inn í gær og það heldur áfram í dag. Salan er margföld miðað við það sem hefur verið. Þetta bara sprakk alveg.“ Buffið hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum. Í könnun Vísis má sjá að þjóðin er nánast klofin í afstöðu sinni til buffsins en réttur tæpur meirihluti þeirra sem taka afstöðu vilja að Guðni Th. geymi buffið.Sjá einnig: Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“Svava segist vera mjög ánægð með þá athygli sem samtökin hafi fengið á síðustu dögum og kann hún forseta Íslands bestu þakkir fyrir að vekja svona mikla og góða athygli á samtökunum.Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna.Vísir/Anton„Við erum óskaplega ánægð með forsetann. Hann var ekki bara að ylja sér á eyrunum heldur líka að vekja athygli á þessum félagsskap og þessum sjúklingahópi,“ segir Svava en Alzheimer-samtökin gæta hagsmuna þeirra sem greinast með heilabilun og rekur meðal annars dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm. Félagið, sem hét áður FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, skipti um nafn á síðasta aðalfundi og í tilefni þess lét félagið framleiða ýmsan varning, þar á meðal buffin, sem kaupa má á vefsíðu félagsins til styrktar samtökunum. „Þetta eru fínustu buff og það er fínt fyrir okkur að smá fá pening fyrir samtökin,“ segir Svava sem óttast ekki að buffin hreinlega klárist, nóg sé til. „Við eigum alveg slatta ennþá,“ segir Svava aðspurð um hvort að lagerinn sé að klárast. „Ef að það gerist látum við bara framleiða meira. Það er enginn maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti eitt buff.“ Taka má þátt í fyrrnefndri könnun um forsetabuffið hér að neðan auk þess sem að einnig má sjá hina heilmiklu umræðu sem skapaðist um buffið á Twitter. #forsetabuff Tweets ;
Tengdar fréttir Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30 Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu? Forsetabuff Guðna Th. hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13. nóvember 2016 14:30
Heiðar snyrtir kveður upp dóm sinn: „Forsetinn er bráðmyndarlegur með þetta buff“ Heiðar Jónsson snyrtir er orðinn lestarstjóri "buff-vagnsins“. 14. nóvember 2016 09:00