Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 14:38 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59