Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 15:13 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er vonsvikinn með niðurstöðu mála. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59