Steingrímur leiðir lista VG í norðaustur Jóhann Óli eiÐSSON skrifar 20. júní 2016 14:09 Steingrímur J. sækist eftir endurkjöri. vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri X16 Norðaustur Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mun leiða framboðslista flokksins í norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listi framboðsins var samþykktur á félagsfundi á Sel Hóteli í Mývatnssveit í gær. Aðeins ein breyting er á efstu fjóru sætum listans. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, er í öðru sæti hans líkt og árið 2013 og þá er Ingibjörgu Þórðardóttur, framhaldsskóla kennara á Nestkaupsstað, að finna í fjórða sæti. Björn Valur Gíslason, varaformaður- og þingmaður flokksins, snýr hins vegar aftur í sitt heimakjördæmi eftir víking til Reykjavíkur. Hann verður í þriðja sæti. Einnig má taka fram að systkin eru á listanum því Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og systir Steingríms J., er í 20. sæti á listanum. Steingrímur J. er afar þaulsetinn þingmaður en hann tók fyrst sæti á þingi árið 1983 fyrir Alþýðubandalagið. Nái hann kjöri og sitji út kjörtímabilið hefur hann setið í 37 ár á þingi að því gefnu að kjörtímabilið verði fjögur ár. Þaulsetnasti þingmaður Íslandssögunnar er Pétur Ottesen sem sat í 42 ár og átta mánuði árin 1916 til 1959. Eysteinn Jónsson sat í rúm fjörutíu ár, Ólafur Thors í tæp 39, Gunnar Thoroddsen í tæp 38 og Lúðvík Jósefsson í rúm 37 ár. Framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - framboðs í norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði 2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði 3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri 4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað 5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík. 6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi 7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri 8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði 9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit 10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum 11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi 12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri 13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupsstað 14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri 15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík 16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík 17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri 18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum 19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri 20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri
X16 Norðaustur Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira