Borgin greiðir húseiganda tvær milljónir vegna yfirsjónar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 13:32 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. Borgarráð samþykkti beiðni borgarlögmanns þess efnis á fundi sínum í fyrradag. Fyrst var sagt frá málinu af RÚV. Í ársbyrjun 2015 höfðu húseigendur sótt um leyfi til að starfrækja íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð hússins. Afgreiðsla byggingafulltrúa á bóninni var jákvæð. Í kjölfarið hófust framkvæmdir til að verða við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar þjónustu. Á sumarmánuðum sama árs sóttu eigendurnir um leyfi til reksturs gististaðar. Frá skrifstofu borgarstjórnar barst þá neikvæð umsögn um umsóknina þar sem íbúðin væri staðsett utan þeirra marka sem Aðalskipulag Reykjavíkurborgar heimilar rekstur gististaða. Sú niðurstaða var þvert á niðurstöðu byggingarfulltrúa. Það var síðan í ársbyrjun þessa árs sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði því að veita leyfi fyrir gististaðnum þar sem neikvæð umsögn hafði borist frá skrifstofunni. Sökum þessa kröfðust húseigendur skaðabóta að upphæð tæplega 4,5 milljónum króna. Þær voru vegna kostnaðar við afgreiðslu leyfa, tapaðra leigutekna og helmings kostnaðar við ýmsar framkvæmdir. Í bréfi borgarlögmanns kemur fram að húseigendurnir hafi orðið fyrir tjóni og ýmsu óhagræði vegna yfirsjónar embættis byggingarfulltrúa. Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn skrifstofunnar hafi eigendur haldið áfram með framkvæmdir sínar og þar með ekkert gert til að takmarka tjón sitt. Með vísan til þess féllst borgarlögmaður á kröfu eigenda Hallveigarstígs 2 að hluta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira