Segir litaða vera óvininn Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2016 18:56 Paul LePage, ríkisstjóri Maine. Vísir/Getty Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hefur verið hvattur til að segja af sér eftir að hann sagði þeldökka menn vera óvini. Hann gaf einnig í skyn að réttast væri að skjóta þá og vísaði hann bæði til svartra og spænsk-ættaðra manna. LePage hélt blaðamannafund í gær til þess að ræða um ummæli sín fyrr í vikunni sem hafa verið túlkuð sem rasismi. Á fundinum virðist ríkisstjórinn hafa grafið holu sína dýpri fyrir vikið. Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi LePage á vef Portland Press Herald. Síðastliðin janúar var LePage spurður út í heróínvanda Maine og kenndi hann þá mönnum sem bera nöfn eins og „D-Money, Smoothie og Shifty og koma frá Connecticut og New York. Hann sagði þessa menn koma til Maine til þess að selja heróín og oftar en ekki „gerðu þeir unga hvíta stúlku ólétta“.Slæmur miðvikudagur Nú á miðvikudaginn var hann spurður út í þessi ummæli og þvertók hann fyrir að vera rasisti. Hann sagðist hafa safnað saman upplýsingum um handtökur vegna fíkniefna í ríkinu frá því í janúar og að rúmlega 90 prósent þeirra sem hefðu verið handteknir væru þeldökkir eða spænskættaðir. Hann sagði svarta menn koma til Maine og drepa íbúa ríkisins. Seinna strunsaði hann af blaðamannafundinum. þegar hann var beðinn um að sýna blaðamönnum áðurnefndar upplýsingar. Portland Press Herald birti hins vegar í gær tölfræði frá FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, um að af þeim 1.211 sem voru handteknir fyrir sölu eða framleiðslu fíkniefna í Maine árið 2014, voru 170 eða 14,1 prósent svartir. Lang flestir voru hvítir.Verri fimmtudagur LePage heyrði af því á fimmtudaginn að Drew Gattine, þingmaður Demókrataflokksins, hefði ýjað að því að LePage væri rasisti. Ríkisstjórinn brást reiður við og hringdi í Gattine. Gattine svaraði ekki og því skyldi LePage eftir skilaboð í talhólfi hans. Í skilaboðunum, sem hefur verið birt af Portland Press Herald, hreytir LePage fúkyrðum í þingmanninn, kallar hann öllum illum nöfnum og biður hann um að sanna að hann sé rasisti. Í skilaboðunum bað LePage þingmanninn um að birta skilaboðin opinberlega. Seinna á fimmtudeginum ræddi LePage skilaboðin við blaðamenn og þá sagðist hann óska þess að nú væri árið 1825 og að hann gæti skorað á Gattine í einvígi og skotið hann á milli augnanna. Þar að auki hélt LePage áfram að kalla þingmanninn öllum illum nöfnum.Kallað eftir afsögnLePage hélt enn einn blaðamannafund á föstudeginum. Þar sagði hann að Gattine hefði ekki átt að birta skilaboðin úr talhólfi sínu. Hann stóð við ummæli sín um að þeldökkir menn væru ástæða heróínvanda Maine, þrátt fyrir að það sé ekki rétt, og ýjaði að því að réttast væri að skjóta þá. „Ef þú ert í stríði og þú þekkir óvininn og hann klæðist rauðu og þú bláu, þá skýtur þú á rautt. Þú reynir þú að bera kennsl á óvininn og óvinurinn núna, stór meirihluti þeirra sem hafa verið handteknir, eru þeldökkir og spænskættaðir.“ Þungviktarmenn innan Demókrataflokksins hafa nú kallað eftir afsögn LePage eða að hann leiti sér hjálpar. Hann sé ekki hæfur til að sinna starfa ríkisstjóra. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hefur verið hvattur til að segja af sér eftir að hann sagði þeldökka menn vera óvini. Hann gaf einnig í skyn að réttast væri að skjóta þá og vísaði hann bæði til svartra og spænsk-ættaðra manna. LePage hélt blaðamannafund í gær til þess að ræða um ummæli sín fyrr í vikunni sem hafa verið túlkuð sem rasismi. Á fundinum virðist ríkisstjórinn hafa grafið holu sína dýpri fyrir vikið. Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi LePage á vef Portland Press Herald. Síðastliðin janúar var LePage spurður út í heróínvanda Maine og kenndi hann þá mönnum sem bera nöfn eins og „D-Money, Smoothie og Shifty og koma frá Connecticut og New York. Hann sagði þessa menn koma til Maine til þess að selja heróín og oftar en ekki „gerðu þeir unga hvíta stúlku ólétta“.Slæmur miðvikudagur Nú á miðvikudaginn var hann spurður út í þessi ummæli og þvertók hann fyrir að vera rasisti. Hann sagðist hafa safnað saman upplýsingum um handtökur vegna fíkniefna í ríkinu frá því í janúar og að rúmlega 90 prósent þeirra sem hefðu verið handteknir væru þeldökkir eða spænskættaðir. Hann sagði svarta menn koma til Maine og drepa íbúa ríkisins. Seinna strunsaði hann af blaðamannafundinum. þegar hann var beðinn um að sýna blaðamönnum áðurnefndar upplýsingar. Portland Press Herald birti hins vegar í gær tölfræði frá FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, um að af þeim 1.211 sem voru handteknir fyrir sölu eða framleiðslu fíkniefna í Maine árið 2014, voru 170 eða 14,1 prósent svartir. Lang flestir voru hvítir.Verri fimmtudagur LePage heyrði af því á fimmtudaginn að Drew Gattine, þingmaður Demókrataflokksins, hefði ýjað að því að LePage væri rasisti. Ríkisstjórinn brást reiður við og hringdi í Gattine. Gattine svaraði ekki og því skyldi LePage eftir skilaboð í talhólfi hans. Í skilaboðunum, sem hefur verið birt af Portland Press Herald, hreytir LePage fúkyrðum í þingmanninn, kallar hann öllum illum nöfnum og biður hann um að sanna að hann sé rasisti. Í skilaboðunum bað LePage þingmanninn um að birta skilaboðin opinberlega. Seinna á fimmtudeginum ræddi LePage skilaboðin við blaðamenn og þá sagðist hann óska þess að nú væri árið 1825 og að hann gæti skorað á Gattine í einvígi og skotið hann á milli augnanna. Þar að auki hélt LePage áfram að kalla þingmanninn öllum illum nöfnum.Kallað eftir afsögnLePage hélt enn einn blaðamannafund á föstudeginum. Þar sagði hann að Gattine hefði ekki átt að birta skilaboðin úr talhólfi sínu. Hann stóð við ummæli sín um að þeldökkir menn væru ástæða heróínvanda Maine, þrátt fyrir að það sé ekki rétt, og ýjaði að því að réttast væri að skjóta þá. „Ef þú ert í stríði og þú þekkir óvininn og hann klæðist rauðu og þú bláu, þá skýtur þú á rautt. Þú reynir þú að bera kennsl á óvininn og óvinurinn núna, stór meirihluti þeirra sem hafa verið handteknir, eru þeldökkir og spænskættaðir.“ Þungviktarmenn innan Demókrataflokksins hafa nú kallað eftir afsögn LePage eða að hann leiti sér hjálpar. Hann sé ekki hæfur til að sinna starfa ríkisstjóra.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira