Segir litaða vera óvininn Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2016 18:56 Paul LePage, ríkisstjóri Maine. Vísir/Getty Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hefur verið hvattur til að segja af sér eftir að hann sagði þeldökka menn vera óvini. Hann gaf einnig í skyn að réttast væri að skjóta þá og vísaði hann bæði til svartra og spænsk-ættaðra manna. LePage hélt blaðamannafund í gær til þess að ræða um ummæli sín fyrr í vikunni sem hafa verið túlkuð sem rasismi. Á fundinum virðist ríkisstjórinn hafa grafið holu sína dýpri fyrir vikið. Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi LePage á vef Portland Press Herald. Síðastliðin janúar var LePage spurður út í heróínvanda Maine og kenndi hann þá mönnum sem bera nöfn eins og „D-Money, Smoothie og Shifty og koma frá Connecticut og New York. Hann sagði þessa menn koma til Maine til þess að selja heróín og oftar en ekki „gerðu þeir unga hvíta stúlku ólétta“.Slæmur miðvikudagur Nú á miðvikudaginn var hann spurður út í þessi ummæli og þvertók hann fyrir að vera rasisti. Hann sagðist hafa safnað saman upplýsingum um handtökur vegna fíkniefna í ríkinu frá því í janúar og að rúmlega 90 prósent þeirra sem hefðu verið handteknir væru þeldökkir eða spænskættaðir. Hann sagði svarta menn koma til Maine og drepa íbúa ríkisins. Seinna strunsaði hann af blaðamannafundinum. þegar hann var beðinn um að sýna blaðamönnum áðurnefndar upplýsingar. Portland Press Herald birti hins vegar í gær tölfræði frá FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, um að af þeim 1.211 sem voru handteknir fyrir sölu eða framleiðslu fíkniefna í Maine árið 2014, voru 170 eða 14,1 prósent svartir. Lang flestir voru hvítir.Verri fimmtudagur LePage heyrði af því á fimmtudaginn að Drew Gattine, þingmaður Demókrataflokksins, hefði ýjað að því að LePage væri rasisti. Ríkisstjórinn brást reiður við og hringdi í Gattine. Gattine svaraði ekki og því skyldi LePage eftir skilaboð í talhólfi hans. Í skilaboðunum, sem hefur verið birt af Portland Press Herald, hreytir LePage fúkyrðum í þingmanninn, kallar hann öllum illum nöfnum og biður hann um að sanna að hann sé rasisti. Í skilaboðunum bað LePage þingmanninn um að birta skilaboðin opinberlega. Seinna á fimmtudeginum ræddi LePage skilaboðin við blaðamenn og þá sagðist hann óska þess að nú væri árið 1825 og að hann gæti skorað á Gattine í einvígi og skotið hann á milli augnanna. Þar að auki hélt LePage áfram að kalla þingmanninn öllum illum nöfnum.Kallað eftir afsögnLePage hélt enn einn blaðamannafund á föstudeginum. Þar sagði hann að Gattine hefði ekki átt að birta skilaboðin úr talhólfi sínu. Hann stóð við ummæli sín um að þeldökkir menn væru ástæða heróínvanda Maine, þrátt fyrir að það sé ekki rétt, og ýjaði að því að réttast væri að skjóta þá. „Ef þú ert í stríði og þú þekkir óvininn og hann klæðist rauðu og þú bláu, þá skýtur þú á rautt. Þú reynir þú að bera kennsl á óvininn og óvinurinn núna, stór meirihluti þeirra sem hafa verið handteknir, eru þeldökkir og spænskættaðir.“ Þungviktarmenn innan Demókrataflokksins hafa nú kallað eftir afsögn LePage eða að hann leiti sér hjálpar. Hann sé ekki hæfur til að sinna starfa ríkisstjóra. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hefur verið hvattur til að segja af sér eftir að hann sagði þeldökka menn vera óvini. Hann gaf einnig í skyn að réttast væri að skjóta þá og vísaði hann bæði til svartra og spænsk-ættaðra manna. LePage hélt blaðamannafund í gær til þess að ræða um ummæli sín fyrr í vikunni sem hafa verið túlkuð sem rasismi. Á fundinum virðist ríkisstjórinn hafa grafið holu sína dýpri fyrir vikið. Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi LePage á vef Portland Press Herald. Síðastliðin janúar var LePage spurður út í heróínvanda Maine og kenndi hann þá mönnum sem bera nöfn eins og „D-Money, Smoothie og Shifty og koma frá Connecticut og New York. Hann sagði þessa menn koma til Maine til þess að selja heróín og oftar en ekki „gerðu þeir unga hvíta stúlku ólétta“.Slæmur miðvikudagur Nú á miðvikudaginn var hann spurður út í þessi ummæli og þvertók hann fyrir að vera rasisti. Hann sagðist hafa safnað saman upplýsingum um handtökur vegna fíkniefna í ríkinu frá því í janúar og að rúmlega 90 prósent þeirra sem hefðu verið handteknir væru þeldökkir eða spænskættaðir. Hann sagði svarta menn koma til Maine og drepa íbúa ríkisins. Seinna strunsaði hann af blaðamannafundinum. þegar hann var beðinn um að sýna blaðamönnum áðurnefndar upplýsingar. Portland Press Herald birti hins vegar í gær tölfræði frá FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, um að af þeim 1.211 sem voru handteknir fyrir sölu eða framleiðslu fíkniefna í Maine árið 2014, voru 170 eða 14,1 prósent svartir. Lang flestir voru hvítir.Verri fimmtudagur LePage heyrði af því á fimmtudaginn að Drew Gattine, þingmaður Demókrataflokksins, hefði ýjað að því að LePage væri rasisti. Ríkisstjórinn brást reiður við og hringdi í Gattine. Gattine svaraði ekki og því skyldi LePage eftir skilaboð í talhólfi hans. Í skilaboðunum, sem hefur verið birt af Portland Press Herald, hreytir LePage fúkyrðum í þingmanninn, kallar hann öllum illum nöfnum og biður hann um að sanna að hann sé rasisti. Í skilaboðunum bað LePage þingmanninn um að birta skilaboðin opinberlega. Seinna á fimmtudeginum ræddi LePage skilaboðin við blaðamenn og þá sagðist hann óska þess að nú væri árið 1825 og að hann gæti skorað á Gattine í einvígi og skotið hann á milli augnanna. Þar að auki hélt LePage áfram að kalla þingmanninn öllum illum nöfnum.Kallað eftir afsögnLePage hélt enn einn blaðamannafund á föstudeginum. Þar sagði hann að Gattine hefði ekki átt að birta skilaboðin úr talhólfi sínu. Hann stóð við ummæli sín um að þeldökkir menn væru ástæða heróínvanda Maine, þrátt fyrir að það sé ekki rétt, og ýjaði að því að réttast væri að skjóta þá. „Ef þú ert í stríði og þú þekkir óvininn og hann klæðist rauðu og þú bláu, þá skýtur þú á rautt. Þú reynir þú að bera kennsl á óvininn og óvinurinn núna, stór meirihluti þeirra sem hafa verið handteknir, eru þeldökkir og spænskættaðir.“ Þungviktarmenn innan Demókrataflokksins hafa nú kallað eftir afsögn LePage eða að hann leiti sér hjálpar. Hann sé ekki hæfur til að sinna starfa ríkisstjóra.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira